Arnór sendi öllum í Blackburn kveðju: Vildi ekki enda þetta svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 07:31 Arnór Sigurðsson í síðasta leiknum sem hann skoraði fyrir Blackburn Rovers sem var á móti Oxford United í ágúst. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson er að leita sér að nýju félagi en vildi senda öllum í kringum Blackburn Rovers kveðju eftir fréttir gærdagsis. Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson) Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson)
Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07
Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55