Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Boði Logason skrifar 26. febrúar 2025 13:32 Donald Trump á skrifstofu sinni. AP/Evan Vucci Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjasta þætti Skuggavaldsins, sem snýr nú aftur eftir þriggja mánaða hlé. Skuggavaldið, sem er í umsjón prófessorana Eiríks Bergmanns og Huldu Þórisdóttur, sló rækilega í gegn í fyrstu þáttaröð sinni síðastliðið haust, þar sem það var á meðal mest spiluðu íslensku hlaðvarpanna. Í þessum nýja þætti beina þáttastjórnendur kastljósinu að því hvernig samsæriskenningar urðu ekki aðeins fylgifiskur Trumps heldur beinlínis kjarninn í stjórnmálum hans. Samsæriskenningar sem pólitískt eldsneyti Í þættinum kemur fram að frá upphafi pólitísks ferils síns hafi Trump beitt samsæriskenningum eins og járnsmiður notar hamar – stöðugt, markvisst og með skýrt mótuðum tilgangi. Hann hafi ekki aðeins notað þær til að grafa undan andstæðingum sínum heldur einnig til að endurvekja pólitíska tortryggni og skapa veruleika þar sem hann einn var áreiðanleg uppspretta sannleikans. Eitt fyrsta dæmið hafi verið Birtherism, samsæriskenningin um að Barack Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum. Trump tók þessa kenningu, blés í hana lífi og ýtti henni inn í meginstrauminn þar til stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins trúði henni. Þrátt fyrir að hann hafi síðar viðurkennt að Obama væri bandarískur ríkisborgari, hafði hann þegar plantað djúpum efa meðal kjósenda sinna. Það hafi verið merki um það sem koma skyldi – sannleikurinn skipti minna máli en hver stjórnaði frásögninni. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir fara yfir samsæriskenningar í Skuggavaldinu.Vísir/Vilhelm Jarðvegurinn sem Trump spratt upp úr En hvernig gat maður eins og Trump náð vinsældum og trúverðugleika þrátt fyrir samsæriskenningarnar? Í þættinum draga Hulda og Eiríkur upp mynd af pólitísku landslagi Bandaríkjanna þar sem skautun hafði magnast í áratugi. Frá ný-íhaldsstefnunni á níunda áratugnum til uppgangs Teboðshreyfingarinnar eftir valdatöku Obama, hafði Repúblikanaflokkurinn þróast í átt að harðari afstöðu, tortryggni og árásargjarnri orðræðu, segja þau. Trump kom því inn í pólitískt landslag sem nú þegar einkenndist af óeiningu og vantrausti. Hann nýtti sér þá stöðu sér í hag og í raun endurskrifaði leikreglur stjórnmálanna. Hann reyndist afburða flinkur í því að snúa gagnrýni yfir á andstæðinga sína og skapa þá hugmynd að allar ásakanir á hendur honum væru hluti af samsæri. Fjölmiðlar urðu „óvinur fólksins,“ dómskerfið „hluti af djúpríkinu“ og pólitískir andstæðingar hans „spillt elíta“ sem var staðráðin í að uppræta hann. Frá Pizzagate til stolinna kosninga Þegar Trump bauð sig fram árið 2016 fór samsæriskenningavélin á fullan snúning. Þá spratt Pizzagate fram – kenning um að Demókratar, þar á meðal Hillary Clinton, væru hluti af satanísku barnaníðsneti. Þó kenningin væri algjörlega órökstudd, tókst henni að festa sig í sessi meðal harðra stuðningsmanna Trumps. Árið 2020 komust samsæriskenningar Trump á nýtt stig með ásökuninni um stolna kosningasigurinn, þeirri kenningu að forsetakosningunum hefði verið rænt af Trump með stórfelldu svindli að undirlagi Demókrata. Þetta voru ekki ásakanir settar fram í hálfkæringi í hita leiksins á kosninganótt, heldur meðvituð tilraun til að grafa undan trausti á lýðræðisstoðum Bandaríkjanna. Afleiðingarnar urðu alvarlegar og þær þekkja flestir. Þann 6. janúar 2021 réðust stuðningsmenn Trumps á þinghúsið í Washington í þeirri sannfæringu að þeir væru að verja lýðræðið með því að koma í veg fyrir að kjör Joe Bidens yrði staðfest. Djúpríkið og upplýsingaóreiðan sem skapaði nýjan veruleika Trump hefur ekki aðeins nýtt samsæriskenningar til að hægt sé að finna blóraböggla þegar honum gengur ekki allt í haginn, heldur hefur hann byggt upp heim þar sem hann einn er talinn áreiðanleg uppspretta sannleikans. Hugmyndin um djúpríkið – samsæri stjórnkerfisins gegn honum – varð lykilhluti í þeirri orðræðu. Með þessu móti hefur honum tekist að sannfæra stuðningsmenn sína um að fjölmiðlar séu ekki hlutlægir fréttamiðlar heldur pólitísk vopn andstæðinga hans. Að dómskerfið sé ekki lögmætt sem óvilhöll grein ríkisvaldsins heldur hluti af stærra samsæri gegn honum. Hvert stefnum við? Þáttastjórnendur Skuggavaldsins draga í lok þáttarins saman áhrif Trumps á stjórnmál heimsins. Með því að nýta samsæriskenningar hefur hann umbreytt pólitískri orðræðu í keppni frásagna fremur en samkeppni hugmynda. Hann hefur kennt öðrum leiðtogum hvernig hægt er að nota tortryggni sem stjórntæki og hvernig hægt er að skapa pólitískan veruleika sem byggir á tilfinningum fremur en staðreyndum. Skuggavaldið heldur umræðunni áfram í næsta þætti, þar sem sjónum verður beint að því hvernig samsæriskenningar fylgja Trump inn í nýja forsetatíð. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals. Skuggavaldið Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Var Kurt Cobain myrtur? Allt frá andláti Kurt Cobain, forsöngvara hinnar íkonísku grunge hljómsveitar, Nirvana, árið 1994, hafa þrálátar samsæriskenningar um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef verið á kreiki. 9. desember 2024 10:03 Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjasta þætti Skuggavaldsins, sem snýr nú aftur eftir þriggja mánaða hlé. Skuggavaldið, sem er í umsjón prófessorana Eiríks Bergmanns og Huldu Þórisdóttur, sló rækilega í gegn í fyrstu þáttaröð sinni síðastliðið haust, þar sem það var á meðal mest spiluðu íslensku hlaðvarpanna. Í þessum nýja þætti beina þáttastjórnendur kastljósinu að því hvernig samsæriskenningar urðu ekki aðeins fylgifiskur Trumps heldur beinlínis kjarninn í stjórnmálum hans. Samsæriskenningar sem pólitískt eldsneyti Í þættinum kemur fram að frá upphafi pólitísks ferils síns hafi Trump beitt samsæriskenningum eins og járnsmiður notar hamar – stöðugt, markvisst og með skýrt mótuðum tilgangi. Hann hafi ekki aðeins notað þær til að grafa undan andstæðingum sínum heldur einnig til að endurvekja pólitíska tortryggni og skapa veruleika þar sem hann einn var áreiðanleg uppspretta sannleikans. Eitt fyrsta dæmið hafi verið Birtherism, samsæriskenningin um að Barack Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum. Trump tók þessa kenningu, blés í hana lífi og ýtti henni inn í meginstrauminn þar til stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins trúði henni. Þrátt fyrir að hann hafi síðar viðurkennt að Obama væri bandarískur ríkisborgari, hafði hann þegar plantað djúpum efa meðal kjósenda sinna. Það hafi verið merki um það sem koma skyldi – sannleikurinn skipti minna máli en hver stjórnaði frásögninni. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir fara yfir samsæriskenningar í Skuggavaldinu.Vísir/Vilhelm Jarðvegurinn sem Trump spratt upp úr En hvernig gat maður eins og Trump náð vinsældum og trúverðugleika þrátt fyrir samsæriskenningarnar? Í þættinum draga Hulda og Eiríkur upp mynd af pólitísku landslagi Bandaríkjanna þar sem skautun hafði magnast í áratugi. Frá ný-íhaldsstefnunni á níunda áratugnum til uppgangs Teboðshreyfingarinnar eftir valdatöku Obama, hafði Repúblikanaflokkurinn þróast í átt að harðari afstöðu, tortryggni og árásargjarnri orðræðu, segja þau. Trump kom því inn í pólitískt landslag sem nú þegar einkenndist af óeiningu og vantrausti. Hann nýtti sér þá stöðu sér í hag og í raun endurskrifaði leikreglur stjórnmálanna. Hann reyndist afburða flinkur í því að snúa gagnrýni yfir á andstæðinga sína og skapa þá hugmynd að allar ásakanir á hendur honum væru hluti af samsæri. Fjölmiðlar urðu „óvinur fólksins,“ dómskerfið „hluti af djúpríkinu“ og pólitískir andstæðingar hans „spillt elíta“ sem var staðráðin í að uppræta hann. Frá Pizzagate til stolinna kosninga Þegar Trump bauð sig fram árið 2016 fór samsæriskenningavélin á fullan snúning. Þá spratt Pizzagate fram – kenning um að Demókratar, þar á meðal Hillary Clinton, væru hluti af satanísku barnaníðsneti. Þó kenningin væri algjörlega órökstudd, tókst henni að festa sig í sessi meðal harðra stuðningsmanna Trumps. Árið 2020 komust samsæriskenningar Trump á nýtt stig með ásökuninni um stolna kosningasigurinn, þeirri kenningu að forsetakosningunum hefði verið rænt af Trump með stórfelldu svindli að undirlagi Demókrata. Þetta voru ekki ásakanir settar fram í hálfkæringi í hita leiksins á kosninganótt, heldur meðvituð tilraun til að grafa undan trausti á lýðræðisstoðum Bandaríkjanna. Afleiðingarnar urðu alvarlegar og þær þekkja flestir. Þann 6. janúar 2021 réðust stuðningsmenn Trumps á þinghúsið í Washington í þeirri sannfæringu að þeir væru að verja lýðræðið með því að koma í veg fyrir að kjör Joe Bidens yrði staðfest. Djúpríkið og upplýsingaóreiðan sem skapaði nýjan veruleika Trump hefur ekki aðeins nýtt samsæriskenningar til að hægt sé að finna blóraböggla þegar honum gengur ekki allt í haginn, heldur hefur hann byggt upp heim þar sem hann einn er talinn áreiðanleg uppspretta sannleikans. Hugmyndin um djúpríkið – samsæri stjórnkerfisins gegn honum – varð lykilhluti í þeirri orðræðu. Með þessu móti hefur honum tekist að sannfæra stuðningsmenn sína um að fjölmiðlar séu ekki hlutlægir fréttamiðlar heldur pólitísk vopn andstæðinga hans. Að dómskerfið sé ekki lögmætt sem óvilhöll grein ríkisvaldsins heldur hluti af stærra samsæri gegn honum. Hvert stefnum við? Þáttastjórnendur Skuggavaldsins draga í lok þáttarins saman áhrif Trumps á stjórnmál heimsins. Með því að nýta samsæriskenningar hefur hann umbreytt pólitískri orðræðu í keppni frásagna fremur en samkeppni hugmynda. Hann hefur kennt öðrum leiðtogum hvernig hægt er að nota tortryggni sem stjórntæki og hvernig hægt er að skapa pólitískan veruleika sem byggir á tilfinningum fremur en staðreyndum. Skuggavaldið heldur umræðunni áfram í næsta þætti, þar sem sjónum verður beint að því hvernig samsæriskenningar fylgja Trump inn í nýja forsetatíð. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals.
Skuggavaldið Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Var Kurt Cobain myrtur? Allt frá andláti Kurt Cobain, forsöngvara hinnar íkonísku grunge hljómsveitar, Nirvana, árið 1994, hafa þrálátar samsæriskenningar um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef verið á kreiki. 9. desember 2024 10:03 Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Var Kurt Cobain myrtur? Allt frá andláti Kurt Cobain, forsöngvara hinnar íkonísku grunge hljómsveitar, Nirvana, árið 1994, hafa þrálátar samsæriskenningar um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef verið á kreiki. 9. desember 2024 10:03
Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning