Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Terrence Shannon lék með Texas Tech áður en hann skipti yfir í Illinois skólann þar sem hann var í tvö ár. Þessi tvö ár voru nógu góð til að treyja hans fór upp í rjáfur. Getty/y John E. Moore III Þetta átti að vera stórt kvöld fyrir fyrrum leikmanns skólans en breyttist fljótt í það að vera aðhlátursefni á netmiðlum. Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Háskólabolti NCAA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Háskólabolti NCAA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira