Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 23:47 Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélagsins, segir stöðu geðheilbrigðismála í sveltu fangelsiskerfi mjög slæma. Vísir/Ívar Fannar Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42
„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28