Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 23:47 Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélagsins, segir stöðu geðheilbrigðismála í sveltu fangelsiskerfi mjög slæma. Vísir/Ívar Fannar Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42
„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28