Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2025 20:02 Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Málið er í sjálfu sér afar einfalt. Það mál sem borið hefur hæðst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi Atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost. Á þessum vörum er mikill munur sem m.a. pizzaunnendur þekkja enda kjósi þeir mjólkurost fremur en jurtaost á sínar pizzur. Heildsalar og innflutningsaðilar þekkja auðvitað þennan mun líka en þegar kemur að íslenskum tollalögum er enginn tollur lagður á jurtaosta en tollar eru aftur á móti lagðir á mjólkurosta. Það er því ekki að ástæðulausu að þessi mikli munur á ostategundunum tveimur henti félagsskapi þessara aðila. Þrátt fyrir að málið liggi svona hafa umræddir aðilar, eftir að upp komst um málið, reynt að hnekkja á úrskurðum íslenskra skattyfirvalda er kveða, eðlilega, á um að innfluttur mjólkurostur sé sannarlega mjólkurostur en ekki jurtaostur. Tollgæsluyfirvöld hafa úrskurðað um tollflokkunina með bindandi hætti, héraðsdómur hefur staðfest bindandi álit skattyfirvalda og Landsréttur hefur síðan staðfest dóm héraðsdóm. Þá þótti Hæstarétti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá þar sem dómar á fyrri dómstigum voru afgerandi og sköpuðu ekki réttaróvissu. Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla. Þetta vekur furðu enda er það afar sérstakt að í jafn afgerandi máli eins og þessu sé tekin pólitísk ákvörðun um að svart skuli verða hvítt. Þarna ráða almannahagsmunir ekki för heldur sérhagsmunir - enda stórt hagsmunamál fyrir afar fámennan hóp innflytjenda. Afleiðingar af boðaðri breytingu munu fljótt verða ljósar. Með áformunum ætlar ný ríkisstjórn að sjá til þess að pálmaolía verði flutt milli heimsálfa í þeim tilgangi að blanda henni í mjólkurost í Belgíu þannig að osturinn landi niður á Sundahöfn, í faðmi íslenskra innflytjenda, sem jurtaostur. Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi. Búa á til sérreglur fyrir innfluttan mjólkurost þvert á niðurstöður íslenskra dómstóla. Við erum sjálfstætt og fullvalda ríki, málið hefur verið klárað á öllum stigum dómkerfisins þar sem ítrekað sama niðurstaðan hefur verið staðfest, þ.e. að mjólkurostur sé ekki jurtaostur. Þrátt fyrir þetta telur ríkisstjórnin sig knúna til að gera lagabreytingar. Fljótt á litið gætu áhrifin orðið umtalsverð minnkun á mjólkurframleiðslu en á tímabili nam innfluttur jurtaostur um 300 tonnum á ársgrundvelli sem jafngildir umþremur milljónum mjólkurlítrum. Til að setja þetta í stærðarsamhengi þá hefur því verið fleygt fram að það væri eins og öll kúabú á Austurlandi myndu leggjast af. Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert, tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning. Ný ríkisstjórn ætlar sér þannig að styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu í stað þeirrar innlendu. Á sama tíma og aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að efla innlenda matvælaframleiðslu ætlar ný ríkisstjórn að gera þveröfugt. Ákvörðunin um að breyta tollflokkuninni er ekkert annað en hápólitísk og hún veikir hagsmuni Íslands til langs tíma litið. Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Svarið er augljóst – það er verið að verja hagsmuni innflytjenda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Málið er í sjálfu sér afar einfalt. Það mál sem borið hefur hæðst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi Atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost. Á þessum vörum er mikill munur sem m.a. pizzaunnendur þekkja enda kjósi þeir mjólkurost fremur en jurtaost á sínar pizzur. Heildsalar og innflutningsaðilar þekkja auðvitað þennan mun líka en þegar kemur að íslenskum tollalögum er enginn tollur lagður á jurtaosta en tollar eru aftur á móti lagðir á mjólkurosta. Það er því ekki að ástæðulausu að þessi mikli munur á ostategundunum tveimur henti félagsskapi þessara aðila. Þrátt fyrir að málið liggi svona hafa umræddir aðilar, eftir að upp komst um málið, reynt að hnekkja á úrskurðum íslenskra skattyfirvalda er kveða, eðlilega, á um að innfluttur mjólkurostur sé sannarlega mjólkurostur en ekki jurtaostur. Tollgæsluyfirvöld hafa úrskurðað um tollflokkunina með bindandi hætti, héraðsdómur hefur staðfest bindandi álit skattyfirvalda og Landsréttur hefur síðan staðfest dóm héraðsdóm. Þá þótti Hæstarétti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá þar sem dómar á fyrri dómstigum voru afgerandi og sköpuðu ekki réttaróvissu. Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla. Þetta vekur furðu enda er það afar sérstakt að í jafn afgerandi máli eins og þessu sé tekin pólitísk ákvörðun um að svart skuli verða hvítt. Þarna ráða almannahagsmunir ekki för heldur sérhagsmunir - enda stórt hagsmunamál fyrir afar fámennan hóp innflytjenda. Afleiðingar af boðaðri breytingu munu fljótt verða ljósar. Með áformunum ætlar ný ríkisstjórn að sjá til þess að pálmaolía verði flutt milli heimsálfa í þeim tilgangi að blanda henni í mjólkurost í Belgíu þannig að osturinn landi niður á Sundahöfn, í faðmi íslenskra innflytjenda, sem jurtaostur. Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi. Búa á til sérreglur fyrir innfluttan mjólkurost þvert á niðurstöður íslenskra dómstóla. Við erum sjálfstætt og fullvalda ríki, málið hefur verið klárað á öllum stigum dómkerfisins þar sem ítrekað sama niðurstaðan hefur verið staðfest, þ.e. að mjólkurostur sé ekki jurtaostur. Þrátt fyrir þetta telur ríkisstjórnin sig knúna til að gera lagabreytingar. Fljótt á litið gætu áhrifin orðið umtalsverð minnkun á mjólkurframleiðslu en á tímabili nam innfluttur jurtaostur um 300 tonnum á ársgrundvelli sem jafngildir umþremur milljónum mjólkurlítrum. Til að setja þetta í stærðarsamhengi þá hefur því verið fleygt fram að það væri eins og öll kúabú á Austurlandi myndu leggjast af. Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert, tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning. Ný ríkisstjórn ætlar sér þannig að styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu í stað þeirrar innlendu. Á sama tíma og aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að efla innlenda matvælaframleiðslu ætlar ný ríkisstjórn að gera þveröfugt. Ákvörðunin um að breyta tollflokkuninni er ekkert annað en hápólitísk og hún veikir hagsmuni Íslands til langs tíma litið. Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Svarið er augljóst – það er verið að verja hagsmuni innflytjenda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun