Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 07:03 Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var langtekjuhæstur meðal íþróttafólks heims á síðasta ári en efsta konan, tenniskonan Coco Gauff, var langt frá því að komast inn á topp hundrað. Getty/Yasser Bakhsh/Hannah Peters Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var enn á ný tekjuhæsti íþróttamaðurinn í heiminum á síðasta ári. Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico) Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira
Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico)
Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira