Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 07:03 Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var langtekjuhæstur meðal íþróttafólks heims á síðasta ári en efsta konan, tenniskonan Coco Gauff, var langt frá því að komast inn á topp hundrað. Getty/Yasser Bakhsh/Hannah Peters Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var enn á ný tekjuhæsti íþróttamaðurinn í heiminum á síðasta ári. Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico) Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico)
Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira