Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2025 16:12 Jens Garðar Helgason er einn flutningsmanna frumvarpsins en sá sem kann að þurfa að súpa seyðið af afleiðingum þess er hins vegar Grímur Grímsson Viðreisn. vísir/vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema sérréttindi sem opinberir starfsmenn hafa notið þegar þingfararkaup þingmanna er annars vegar. Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“ Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“
Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira