Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2025 16:12 Jens Garðar Helgason er einn flutningsmanna frumvarpsins en sá sem kann að þurfa að súpa seyðið af afleiðingum þess er hins vegar Grímur Grímsson Viðreisn. vísir/vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema sérréttindi sem opinberir starfsmenn hafa notið þegar þingfararkaup þingmanna er annars vegar. Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“ Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“
Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira