Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 19:21 Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, finnst illa vegið að borgarstjóra og ekki síst þeim konum í Framsókn sem höfðu aðkomu að ákvörðun um meirihlutaslit. Vísir/Einar Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. Magnea er ósátt við þá orðræðu sem hefur verið viðhöfð af kollegum hennar í borgarstjórn um atburðarásina sem fór í hönd í síðustu viku, svo mjög að hún fann sig knúna til að skrifa grein á Vísi um upplifun sína og til að rétta hlut Einars og annarra borgarfulltrúa Framsóknar. Hún segir að sérstaklega fari fyrir brjóstið á sér að málinu sé stillt upp út frá kyni og vísar í ummæli sem oddviti Pírata lét falla í viðtali hjá RÚV í gær: „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skalla öllu í uppnám.“ „Ég met þetta þannig að verið sé að búa til einhverjar „narratívur“ en mér fannst þessi ummæli kannski ganga heldur of langt og það að stilla þessu upp þannig að þetta snúist um kyn þess einstaklings sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd hópsins eða að segja að það hafi verið gert í geðþótta án samtals tel ég vera ómálefnalegt og í raun og veru er verið að smætta aðkomu okkar kvenna í Framsókn að þessari ákvörðun og í starfi almennt fyrir borgarbúa. Staðan er bara sú að við vildum taka stærri skref fyrir borgarbúa og við mátum stöðuna þannig að við værum ekki að ná árangri í þessum meirihluta.“ Það hafi verið þeirra upplifun í dágóðan tíma að Framsókn myndi líklegast ekki ná þeim árangri sem flokkurinn var kosinn út á í þáverandi meirihlutasamstarfi. Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, er yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar en hún var aðeins 25 ára þegar hún náði kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Einar „Við vildum ná meiri árangri, við vorum kosin til að ná fram breytingum fyrir borgarbúa, við vildum ná auknum árangri í dagvistunarmálum til dæmis með vinnustaðaleikskólum og við vildum taka betur til í rekstri borgarinnar og við vildum stíga stærri skref í uppbyggingu hjá borginni. Það er ekki nóg bara að þétta byggð heldur þurfum við líka að ryðja nýtt land og byggja meira og hraðar fyrir borgarbúa.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58 Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Magnea er ósátt við þá orðræðu sem hefur verið viðhöfð af kollegum hennar í borgarstjórn um atburðarásina sem fór í hönd í síðustu viku, svo mjög að hún fann sig knúna til að skrifa grein á Vísi um upplifun sína og til að rétta hlut Einars og annarra borgarfulltrúa Framsóknar. Hún segir að sérstaklega fari fyrir brjóstið á sér að málinu sé stillt upp út frá kyni og vísar í ummæli sem oddviti Pírata lét falla í viðtali hjá RÚV í gær: „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skalla öllu í uppnám.“ „Ég met þetta þannig að verið sé að búa til einhverjar „narratívur“ en mér fannst þessi ummæli kannski ganga heldur of langt og það að stilla þessu upp þannig að þetta snúist um kyn þess einstaklings sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd hópsins eða að segja að það hafi verið gert í geðþótta án samtals tel ég vera ómálefnalegt og í raun og veru er verið að smætta aðkomu okkar kvenna í Framsókn að þessari ákvörðun og í starfi almennt fyrir borgarbúa. Staðan er bara sú að við vildum taka stærri skref fyrir borgarbúa og við mátum stöðuna þannig að við værum ekki að ná árangri í þessum meirihluta.“ Það hafi verið þeirra upplifun í dágóðan tíma að Framsókn myndi líklegast ekki ná þeim árangri sem flokkurinn var kosinn út á í þáverandi meirihlutasamstarfi. Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, er yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar en hún var aðeins 25 ára þegar hún náði kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Einar „Við vildum ná meiri árangri, við vorum kosin til að ná fram breytingum fyrir borgarbúa, við vildum ná auknum árangri í dagvistunarmálum til dæmis með vinnustaðaleikskólum og við vildum taka betur til í rekstri borgarinnar og við vildum stíga stærri skref í uppbyggingu hjá borginni. Það er ekki nóg bara að þétta byggð heldur þurfum við líka að ryðja nýtt land og byggja meira og hraðar fyrir borgarbúa.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58 Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58
Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14
Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30