„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 16:55 Hjónin Hafþór Ólafsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi fyrr í dag. „Þreytt eins og laxinn á stönginni“ „Baráttan er orðin mjög löng. Hún er alveg frá hruni,“ sagði Ásthildur. Fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Í ræðu sinni sem var haldin í lok þinghaldsins í dag minntist Ásthildur á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hafa dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu gæti hefði engar leiðir til að bregðast við slíku. Hrunið Flokkur fólksins Dómsmál Tengdar fréttir Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Hún og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi fyrr í dag. „Þreytt eins og laxinn á stönginni“ „Baráttan er orðin mjög löng. Hún er alveg frá hruni,“ sagði Ásthildur. Fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Í ræðu sinni sem var haldin í lok þinghaldsins í dag minntist Ásthildur á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hafa dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu gæti hefði engar leiðir til að bregðast við slíku.
Hrunið Flokkur fólksins Dómsmál Tengdar fréttir Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent