Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 07:03 Dansarinn Íris Ásmundardóttir lifir ævintýraríku lífi og var að taka þátt í tískuvikunni í New York Abbygail Coston Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri. Í verkefni fyrir „LA Art Show“ Íris, sem er 24 ára gömul, hefur dansað nær allt sitt líf og byrjaði ung að sækja sér reynslu erlendis. Hún flaug á dögunum út til Bandaríkjanna til að taka þátt í nokkrum ólíkum verkefnum. „Ég hef verið að vinna með tveimur einstaklega hæfileikaríkum og færum listamönnum frá Bandaríkjunum síðan í fyrra sumar, þeim Casey Baugh og Genevieve May, og þetta er áframhald að þeirri samvinnu,“ segir Íris og bætir við að Casey og Genevieve séu bæði listmálarar en hugsa verk sín í mun víðara samhengi. Íris tekur þátt í alls kynns þverfaglegum listrænum og skemmtilegum verkefnum.Aðsend „Þau skapa ýmis konar list sem styður við upplifun þess sem skoðar verkið. Til að mynda dansaði ég á sýningaropnun hjá Genevieve í Osló í fyrra haust og þar var sýningin beintengd sögu málverksins og tilfinningunum í kringum það. Núna vorum við að vinna að svipaðri hugmynd fyrir nýja seríu sem hún er að vinna að fyrir LA Art Show, þar sem hún nýtir sjónræna eiginleika flamingó fuglsins sem verður gaman að sýna frá. Ég var svo að vinna að öðru verkefni með Casey sem ég get ekki sagt frá strax en er mjög spennt fyrir. Það verkefni heldur síðan áfram eitthvað inn í næstu mánuði.“ Gekk pallinn á tískuvikunni í New York Í New York var Íris hins vegar mætt til að ganga tískupallinn á tískuviku borgarinnar fyrir kanadíska hönnuðinn Star sem rekur tískuhúsið Storrveldi. „Hún er stórkostleg og hönnunin hennar er alveg einstök, svo það var þvílíkur heiður að fá að taka þátt í fyrstu New York Fashion Week sýningunum hennar. Ég kynntist henni fyrst þegar ég sat fyrir í hönnuninni hennar fyrir editorial töku hér á Íslandi í ágúst í fyrra.“ Íris glæsileg á tískusýningunni.Aðsend Íris segir Star mikinn aðdáanda Íslands, íslenskrar sögu og menningar og að hana dreymi um að setjast hér að í framtíðinni. „Star er með einstaka nærveru og ég tók strax eftir því hvað hún setur mikla ástríðu, merkingu og tilfinningar í alla sína vinnu, sem ég tengdi við þar sem ég finn þetta sjálf með dansinn. Þegar hún bað mig svo að labba fyrir sig á tískusýningunni sinni og dansa í sólósýningunni í New York kom bara eitt svar upp í hugann, já!“ Uppskera mikillar vinnu frá ungum aldri Íris hefur verið mjög lánsöm að fá að ferðast víða vegna dansins og ýmissa verkefna. „Mér finnst það algjör forréttindi að fá að dansa víða um heim og búa á mismunandi stöðum. Á síðustu sex mánuðunum er ég búin að taka verkefni á Ítalíu, í Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum og svo er ég oft á ferðalögum fyrir prufur og slíkt.“ Fyrirsætur Storrveldi í Brooklyn!Aðsend Að sögn hennar mætti segja að ferðalögin og fjölbreyttu verkefnin séu uppskera mikillar vinnu sem hófst þegar Íris var mjög ung. „Ég ferðaðist líka mikið til að sækja dansnámskeið á yngri árum og svo flutti ég út til London þegar ég var átján ára til að fara í dansnám. Ég held að það hafi opnað augu mín fyrir öllu því stórkostlega sem maður öðlast með ferðalögum. Bæði upplifir maður mismunandi menningarheima og kynnist nýju fólki. Það heldur huganum opnum og minnir mann á mikilvægi þess að stíga út fyrir kassann sinn og hlúa að gagnrýnni, skapandi hugsun.“ Lærdómsríkt að taka þátt í tískusýningu af stærri skala Verkefninu á tískuvikunni gleymir hún seint. „Það var alveg smá súrrealískt að sækja passann fyrir sýninguna og mæta svo daginn eftir á Times Square. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig svona tískusýningar af stærri skala ganga fyrir sig og virkilega góð reynsla.“ Sólósýningin daginn eftir var allt öðruvísi uppsett og fékk Star þar algjört frelsi til að koma sinni listrænu sýn á framfæri. View this post on Instagram A post shared by Íris Ásmundar (@irisasmundar) „Hún var haldin í stúdíói í Williamsburg í Brooklyn þar sem öll módelin voru dansarar og sýndu flíkurnar hennar með sólóatriðum. Þetta höfðaði virkilega vel til mín þar sem mér fannst ég geta mætt hennar hugmyndafræði í gegnum mína list og jafnframt skilað því til áhorfendanna í gegnum dansinn og þeim tilfinningum og sögu sem tengdust hönnuninni sem ég klæddist. Þetta var frábær reynsla með yndislegum hópi og ég bíð spennt eftir komandi samvinnu með Storrveldi.“ Þrífst á því að hafa mörg járn í eldinum Íris elskar að kynnast nýju fólki og myndar þannig persónulegri tengingar við þá staði sem hún heimsækir. „Mér finnst það vera eitt af því dýrmætasta sem maður getur tekið út úr svona verkefnum, svo ég myndi segja að það standi klárlega upp úr. Líka það að verja tíu dögum í þessari frábæru borg og fá á hverjum degi að dansa, skapa og vinna með fólki með svona mikla ástríðu og drif fyrir því sem það brennur fyrir. Það er bara draumur.“ Íris þrífst á því að vera á fullu í fjölbreyttum verkefnum og þykir einn efnilegasti dansari landsins.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari skapandi listakonu og hún er gríðarlega spennt fyrir árinu. „Ég þrífst á því að hafa mikið fyrir stafni og mörg járn í eldinum og það má segja að komandi tímar líti þannig við, mér til mikillar gleði. Það eru nokkrar sýningar hér heima á næstu vikum sem ég er þátttakandi og svo er áframhaldandi samvinna við þau sem ég var að vinna með í New York fyrirhuguð á næstu mánuðum. Ég er einnig að kenna mikið hér heima, svo ég ákvað fyrir stuttu að bæta við mig áframhaldandi kennsluréttindum í pilates, svona á milli atriða. Það eru líka einhver verkefni í vinnslu og ekki hægt að segja frá alveg strax en ég býð svo sannarlega spennt að þau líti dagsins ljós,“ segir Íris brosandi að lokum. Íslendingar erlendis Dans Tíska og hönnun Menning Bandaríkin Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í verkefni fyrir „LA Art Show“ Íris, sem er 24 ára gömul, hefur dansað nær allt sitt líf og byrjaði ung að sækja sér reynslu erlendis. Hún flaug á dögunum út til Bandaríkjanna til að taka þátt í nokkrum ólíkum verkefnum. „Ég hef verið að vinna með tveimur einstaklega hæfileikaríkum og færum listamönnum frá Bandaríkjunum síðan í fyrra sumar, þeim Casey Baugh og Genevieve May, og þetta er áframhald að þeirri samvinnu,“ segir Íris og bætir við að Casey og Genevieve séu bæði listmálarar en hugsa verk sín í mun víðara samhengi. Íris tekur þátt í alls kynns þverfaglegum listrænum og skemmtilegum verkefnum.Aðsend „Þau skapa ýmis konar list sem styður við upplifun þess sem skoðar verkið. Til að mynda dansaði ég á sýningaropnun hjá Genevieve í Osló í fyrra haust og þar var sýningin beintengd sögu málverksins og tilfinningunum í kringum það. Núna vorum við að vinna að svipaðri hugmynd fyrir nýja seríu sem hún er að vinna að fyrir LA Art Show, þar sem hún nýtir sjónræna eiginleika flamingó fuglsins sem verður gaman að sýna frá. Ég var svo að vinna að öðru verkefni með Casey sem ég get ekki sagt frá strax en er mjög spennt fyrir. Það verkefni heldur síðan áfram eitthvað inn í næstu mánuði.“ Gekk pallinn á tískuvikunni í New York Í New York var Íris hins vegar mætt til að ganga tískupallinn á tískuviku borgarinnar fyrir kanadíska hönnuðinn Star sem rekur tískuhúsið Storrveldi. „Hún er stórkostleg og hönnunin hennar er alveg einstök, svo það var þvílíkur heiður að fá að taka þátt í fyrstu New York Fashion Week sýningunum hennar. Ég kynntist henni fyrst þegar ég sat fyrir í hönnuninni hennar fyrir editorial töku hér á Íslandi í ágúst í fyrra.“ Íris glæsileg á tískusýningunni.Aðsend Íris segir Star mikinn aðdáanda Íslands, íslenskrar sögu og menningar og að hana dreymi um að setjast hér að í framtíðinni. „Star er með einstaka nærveru og ég tók strax eftir því hvað hún setur mikla ástríðu, merkingu og tilfinningar í alla sína vinnu, sem ég tengdi við þar sem ég finn þetta sjálf með dansinn. Þegar hún bað mig svo að labba fyrir sig á tískusýningunni sinni og dansa í sólósýningunni í New York kom bara eitt svar upp í hugann, já!“ Uppskera mikillar vinnu frá ungum aldri Íris hefur verið mjög lánsöm að fá að ferðast víða vegna dansins og ýmissa verkefna. „Mér finnst það algjör forréttindi að fá að dansa víða um heim og búa á mismunandi stöðum. Á síðustu sex mánuðunum er ég búin að taka verkefni á Ítalíu, í Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum og svo er ég oft á ferðalögum fyrir prufur og slíkt.“ Fyrirsætur Storrveldi í Brooklyn!Aðsend Að sögn hennar mætti segja að ferðalögin og fjölbreyttu verkefnin séu uppskera mikillar vinnu sem hófst þegar Íris var mjög ung. „Ég ferðaðist líka mikið til að sækja dansnámskeið á yngri árum og svo flutti ég út til London þegar ég var átján ára til að fara í dansnám. Ég held að það hafi opnað augu mín fyrir öllu því stórkostlega sem maður öðlast með ferðalögum. Bæði upplifir maður mismunandi menningarheima og kynnist nýju fólki. Það heldur huganum opnum og minnir mann á mikilvægi þess að stíga út fyrir kassann sinn og hlúa að gagnrýnni, skapandi hugsun.“ Lærdómsríkt að taka þátt í tískusýningu af stærri skala Verkefninu á tískuvikunni gleymir hún seint. „Það var alveg smá súrrealískt að sækja passann fyrir sýninguna og mæta svo daginn eftir á Times Square. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig svona tískusýningar af stærri skala ganga fyrir sig og virkilega góð reynsla.“ Sólósýningin daginn eftir var allt öðruvísi uppsett og fékk Star þar algjört frelsi til að koma sinni listrænu sýn á framfæri. View this post on Instagram A post shared by Íris Ásmundar (@irisasmundar) „Hún var haldin í stúdíói í Williamsburg í Brooklyn þar sem öll módelin voru dansarar og sýndu flíkurnar hennar með sólóatriðum. Þetta höfðaði virkilega vel til mín þar sem mér fannst ég geta mætt hennar hugmyndafræði í gegnum mína list og jafnframt skilað því til áhorfendanna í gegnum dansinn og þeim tilfinningum og sögu sem tengdust hönnuninni sem ég klæddist. Þetta var frábær reynsla með yndislegum hópi og ég bíð spennt eftir komandi samvinnu með Storrveldi.“ Þrífst á því að hafa mörg járn í eldinum Íris elskar að kynnast nýju fólki og myndar þannig persónulegri tengingar við þá staði sem hún heimsækir. „Mér finnst það vera eitt af því dýrmætasta sem maður getur tekið út úr svona verkefnum, svo ég myndi segja að það standi klárlega upp úr. Líka það að verja tíu dögum í þessari frábæru borg og fá á hverjum degi að dansa, skapa og vinna með fólki með svona mikla ástríðu og drif fyrir því sem það brennur fyrir. Það er bara draumur.“ Íris þrífst á því að vera á fullu í fjölbreyttum verkefnum og þykir einn efnilegasti dansari landsins.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari skapandi listakonu og hún er gríðarlega spennt fyrir árinu. „Ég þrífst á því að hafa mikið fyrir stafni og mörg járn í eldinum og það má segja að komandi tímar líti þannig við, mér til mikillar gleði. Það eru nokkrar sýningar hér heima á næstu vikum sem ég er þátttakandi og svo er áframhaldandi samvinna við þau sem ég var að vinna með í New York fyrirhuguð á næstu mánuðum. Ég er einnig að kenna mikið hér heima, svo ég ákvað fyrir stuttu að bæta við mig áframhaldandi kennsluréttindum í pilates, svona á milli atriða. Það eru líka einhver verkefni í vinnslu og ekki hægt að segja frá alveg strax en ég býð svo sannarlega spennt að þau líti dagsins ljós,“ segir Íris brosandi að lokum.
Íslendingar erlendis Dans Tíska og hönnun Menning Bandaríkin Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira