Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:30 Dómari í inni-bandý í Svíþjóð dæmdi hjá liði sem hann spilaði síðan fyrir. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/R. Wesley Mjög furðulegt mál er komið upp í sænsku deildarkeppninni í inni-bandý. Það lítur út fyrir að einn dómaranna í leik hjá Mölndal hafi spilað fyrir félagið í sömu viku. „Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal. Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
„Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal.
Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira