„Hann er aldrei sakhæfur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 14:38 Alfreð Erling hafnaði því að svara spurningum fyrir dómi í gær. Vísir/Vilhelm Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. Aldrei í vafa „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alfreð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Skýr í frásögn fyrir og eftir atburðinn Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hve lítið innsæi Alfreð hefði í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alfreðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. Voveiglegur atburður kannski fyrirsjáanlegur „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en voveiglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. Aldrei í vafa „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alfreð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Skýr í frásögn fyrir og eftir atburðinn Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hve lítið innsæi Alfreð hefði í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alfreðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. Voveiglegur atburður kannski fyrirsjáanlegur „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en voveiglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58
Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11
Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49