Lífið

Hraðstefnumót fyrir eldri borgara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tvær öflugar á besta aldri á göngu í Laugardalnum. Fróðlegt verður að sjá hvort margir grípi gæsina á morgun, skelli sér í bíó og hitti skemmtilegt fólk.
Tvær öflugar á besta aldri á göngu í Laugardalnum. Fróðlegt verður að sjá hvort margir grípi gæsina á morgun, skelli sér í bíó og hitti skemmtilegt fólk. Vísir/Arnar

Bíó Paradís efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara að lokinni sýningu á hjartnæmri ástarsögu sem slegið hefur í gegn erlendis og hlotið lof gagnrýnenda.

Um er að ræða myndina Eftirlætis kakan mín, My favorite cake sem verður sýnd klukkan 14 á morgun, miðvikudag. Í tilefni af frumsýningu myndarinnar verður boðið upp á sérstakan hraðstefnumótaviðburð fyrir eldri borgara eftir sýningu.

Þá geta þátttakendur sest í 5 mínútur á hverju borði og kynnst öðrum sem skrá sig á viðburðinn. Þeir gestir sem skrá sig á viðburðinn fá frítt inn á myndina.

Strax að kvikmyndinni lokinni verður samtal tveggja félagsráðgjafa í bíósalnum um parsamaband eldri borgara. Félagsráðgjafarnir eru þau Sigrún Júlíusdóttir, prófessor Emeritus við Háskóla Íslands og fjölskyldu- og hjónaþerapisti og Halldór S. Guðmundsson, dósent við Háskóla Íslands.

Í myndinni er fylgst með konunni Mahin sem býr ein í Tehran í Íran og sér á skömmum tíma á eftir manni sínum sem fellur frá og dóttur sem heldur til Evrópu í nám. Þegar hún rekst á leigubílstjóra á sama aldri verður kúvending á ástarlífi konunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.