Manchester liðin fengu bæði heimaleiki í næstu umferð. Manchester United fékk heimaleik á móti Fulham en Manchester City verður á heimavelli á móti Liverpool bönunum í Plymouth.
Aston Villa, Newcastle og Bournemouth fengu líka heimaleik en alla leikina má sjá hér fyrir neðan.
Doncaster og Crystal Palace spila í kvöld og lokaleikurinn er síðan á milli Exeter og Nottingham Forest annað kvöld. Sigurvegarinn í þeim leikjum fær líka heimaleik í sextán liða úrslitunum.
- Leikirnir í sextán liða úrslitum:
- Exeter/Nott'm Forest - Ipswich
- Manchester City - Plymouth
- Bournemouth - Wolves
- Newcastle - Brighton
- Doncaster/Crystal Palace - Millwall
- Aston Villa - Cardiff City
- Preston - Burnley
- Manchester United - Fulham