Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Arnór Sigurðsson og John Eustace virðast báðir vera á förum frá Blackburn. Samsett/Getty John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn. Enski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn.
Enski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira