Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:37 West sagðist bæði elska konuna sína og drottna yfir henni. Þá viðurkenndi hann að hafa gengið í skrokk á konu. Getty/Ye á X Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu. X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu.
X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira