Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 08:32 Framarar mega skrá núna skrá nýja leikmenn að vild. vísir/Diego Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni. Þetta má sjá á sérstökum vef FIFA sem heldur utan um þau félög sem eru í félagaskiptabanni. Athygli vakti í síðustu viku að tvö íslensk félög höfðu þá bæst á listann en mikið virðist hafa vantað upp á samskipti á milli FIFA, KSÍ og félaganna tveggja í aðdraganda þess. Mál Framara var hins vegar auðleyst en eins og Vísir greindi fyrst frá snerist mál þeirra um Venesúelabúann Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Grótta eina íslenska félagið á listanum Ekki var um verulegar fjárhæðir að ræða og hafa Framarar nú þegar leyst málið og eru ekki lengur í skammarkróknum hjá FIFA. Grótta situr hins vegar enn eftir á listanum og er þar sagt í banni í næstu þremur félagaskiptagluggum, en líkt og í tilviki Fram hefur félagið möguleika á að losna fljótt úr banninu. Ekki liggur fyrir um nákvæmlega hvað mál Gróttu snýst en Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, fullyrti í samtali við Vísi í síðustu viku að félagið hefði ekki áhyggjur af málinu og myndi greiða þær skuldir sem þyrfti. Hann kvartaði hins vegar undan algjöru samskiptaleysi af hálfu Gróttu. Í síðustu viku hafði KSÍ, sem sér um að framfylgja banni FIFA innanlands, ekki heldur heyrt neitt frá FIFA í tengslum við bönnin og sagði Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, það vera sérstakt. Hafði hann þá sent bréf til FIFA og óskað eftir skýringum. Besta deild karla FIFA Fram Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Þetta má sjá á sérstökum vef FIFA sem heldur utan um þau félög sem eru í félagaskiptabanni. Athygli vakti í síðustu viku að tvö íslensk félög höfðu þá bæst á listann en mikið virðist hafa vantað upp á samskipti á milli FIFA, KSÍ og félaganna tveggja í aðdraganda þess. Mál Framara var hins vegar auðleyst en eins og Vísir greindi fyrst frá snerist mál þeirra um Venesúelabúann Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Grótta eina íslenska félagið á listanum Ekki var um verulegar fjárhæðir að ræða og hafa Framarar nú þegar leyst málið og eru ekki lengur í skammarkróknum hjá FIFA. Grótta situr hins vegar enn eftir á listanum og er þar sagt í banni í næstu þremur félagaskiptagluggum, en líkt og í tilviki Fram hefur félagið möguleika á að losna fljótt úr banninu. Ekki liggur fyrir um nákvæmlega hvað mál Gróttu snýst en Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, fullyrti í samtali við Vísi í síðustu viku að félagið hefði ekki áhyggjur af málinu og myndi greiða þær skuldir sem þyrfti. Hann kvartaði hins vegar undan algjöru samskiptaleysi af hálfu Gróttu. Í síðustu viku hafði KSÍ, sem sér um að framfylgja banni FIFA innanlands, ekki heldur heyrt neitt frá FIFA í tengslum við bönnin og sagði Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, það vera sérstakt. Hafði hann þá sent bréf til FIFA og óskað eftir skýringum.
Besta deild karla FIFA Fram Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira