Býður sig fram til formanns Siðmenntar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 22:07 Arndís Anna var alþingismaður Pírata árin 2021 - 2024 Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sækist eftir formennsku í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt. Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi. Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi.
Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira