Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 22:48 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. „Ég veit það ekki, þetta virkar eins og svolítið óðagot finnst manni að einhverju leyti, það er greinilega lögð upp sú flétta af hálfu borgarstjóra að slíta meirihlutanum og koma þá á þessum nýja fjögurra flokka meirihluta,“ segir Eiríkur. Í gærkvöldi hófust viðræður milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um stjórnarmyndun. Inga Sæland sagði svo í dag að Flokkur fólksins muni ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni og var þeim viðræðum slitið að því er virðist. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa ekki veitt viðtöl í dag. Farið að minna á ástandið 2007 til 2008 Eiríkur segir að ástandið sé farið að líkjast ástandinu í borginni árin 2007 til 2008, þegar að hver meirihlutinn á fætur öðrum féll á hliðina, „og fólk plottaði gjörsamlega yfir sig í því að reyna koma saman nýjum meirihlutum.“ Atburðarásin seinasta sólarhringinn hafi verið ansi hröð hvað þetta varðar. „Maður áttar sig ekki alveg nákvæmlega á því af hverju þetta þurfti að fara svona núna, það er í sjálfu sér ekkert í þessu flugvallarmáli sem er að koma til ákvarðanatöku akkurat í augnablikinu,“ segir Eiríkur. Hann segir útlit fyrir að hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur verði í nýjum meirihluta, í ljósi ummæla Ingu Sæland. Líklegasta sviðsmyndin sé nýr vinstri meirihluti. „Þá myndi ég halda að þessi meirihluti sem nú er fallinn haldi áfram, og Vinstri grænir og Sósíalistar, sem hafa lýst yfir vilja í dag til að koma inn í meirihluta, þessir flokkar séu bara dæmdir til að taka við borginni.“ Eiríkur segir að Einar Þorsteinsson sé tiltölulega lítt reyndur stjórnmálamaður, hann hafi ekki neina sérstaka reynslu í stjórnmálum. „Hann hefur verið í þessum stól núna í eitt ár, kemur fyrst inn í stjórnmál í seinustu sveitarstjórnarkosningum, hvort hann hafi plottað yfir sig, það er alveg mögulegt,“ segir Eiríkur. „Þessi flétta sem hann lagði upp með, hún virðist hafa runnið út í sandinn, nema þessar fréttir sem við sáum áðan séu rangar, og það hefur nú margt komið fram í dag sem hefur reynst vera rangt.“ Engin furða að Inga vilji ekki starfa með Sjálfstæðismönnum Eiríkur segir það ekki koma honum á óvart að Inga Sæland vilji ekki fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Því harkan í gagnrýni í garð Flokks fólksins hefur verið gríðarlega mikil að undanförnu. Hún hefur komið langmest frá Sjálfstæðisflokknum og tengdum öflum eins og Morgunblaðinu, og maður sér að þar á bæ, hjá Flokki fólksins, hefur fólk kveinkað sér undan þessari gagnrýni, þau eru sár.“ Hörð gagnrýni í stjórnmálum sé auðvitað fullkomlega eðlileg, en hún hafi þau áhrif persónulega á fólk að Inga Sæland hafi kannski ekki geð í sér að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. „Það er bara ákveðinn ómöguleiki í þessari fléttu sem borgarstjóri lagði upp með.“ Þá segist Eiríkur vona að atburðirnir í borgarstjórn fyrir tæpum tuttugu árum endurtaki sig ekki, því það hafi verið agalegt ástand fyrir borgarbúa. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Ég veit það ekki, þetta virkar eins og svolítið óðagot finnst manni að einhverju leyti, það er greinilega lögð upp sú flétta af hálfu borgarstjóra að slíta meirihlutanum og koma þá á þessum nýja fjögurra flokka meirihluta,“ segir Eiríkur. Í gærkvöldi hófust viðræður milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um stjórnarmyndun. Inga Sæland sagði svo í dag að Flokkur fólksins muni ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni og var þeim viðræðum slitið að því er virðist. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa ekki veitt viðtöl í dag. Farið að minna á ástandið 2007 til 2008 Eiríkur segir að ástandið sé farið að líkjast ástandinu í borginni árin 2007 til 2008, þegar að hver meirihlutinn á fætur öðrum féll á hliðina, „og fólk plottaði gjörsamlega yfir sig í því að reyna koma saman nýjum meirihlutum.“ Atburðarásin seinasta sólarhringinn hafi verið ansi hröð hvað þetta varðar. „Maður áttar sig ekki alveg nákvæmlega á því af hverju þetta þurfti að fara svona núna, það er í sjálfu sér ekkert í þessu flugvallarmáli sem er að koma til ákvarðanatöku akkurat í augnablikinu,“ segir Eiríkur. Hann segir útlit fyrir að hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur verði í nýjum meirihluta, í ljósi ummæla Ingu Sæland. Líklegasta sviðsmyndin sé nýr vinstri meirihluti. „Þá myndi ég halda að þessi meirihluti sem nú er fallinn haldi áfram, og Vinstri grænir og Sósíalistar, sem hafa lýst yfir vilja í dag til að koma inn í meirihluta, þessir flokkar séu bara dæmdir til að taka við borginni.“ Eiríkur segir að Einar Þorsteinsson sé tiltölulega lítt reyndur stjórnmálamaður, hann hafi ekki neina sérstaka reynslu í stjórnmálum. „Hann hefur verið í þessum stól núna í eitt ár, kemur fyrst inn í stjórnmál í seinustu sveitarstjórnarkosningum, hvort hann hafi plottað yfir sig, það er alveg mögulegt,“ segir Eiríkur. „Þessi flétta sem hann lagði upp með, hún virðist hafa runnið út í sandinn, nema þessar fréttir sem við sáum áðan séu rangar, og það hefur nú margt komið fram í dag sem hefur reynst vera rangt.“ Engin furða að Inga vilji ekki starfa með Sjálfstæðismönnum Eiríkur segir það ekki koma honum á óvart að Inga Sæland vilji ekki fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Því harkan í gagnrýni í garð Flokks fólksins hefur verið gríðarlega mikil að undanförnu. Hún hefur komið langmest frá Sjálfstæðisflokknum og tengdum öflum eins og Morgunblaðinu, og maður sér að þar á bæ, hjá Flokki fólksins, hefur fólk kveinkað sér undan þessari gagnrýni, þau eru sár.“ Hörð gagnrýni í stjórnmálum sé auðvitað fullkomlega eðlileg, en hún hafi þau áhrif persónulega á fólk að Inga Sæland hafi kannski ekki geð í sér að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. „Það er bara ákveðinn ómöguleiki í þessari fléttu sem borgarstjóri lagði upp með.“ Þá segist Eiríkur vona að atburðirnir í borgarstjórn fyrir tæpum tuttugu árum endurtaki sig ekki, því það hafi verið agalegt ástand fyrir borgarbúa.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45
Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent