Leeds sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir leik þar sem sagt er að stuðningsmenn Millwall hafi sungið um stunguárás sem varð Chris Loftus og Kevin Speight, stuðningsmönnum Leeds, að bana í Istanbúl fyrir undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Galatasaray árið 2000.
POLICE INVESTIGATING Millwall chants aimed at Leeds United fans at Elland Road this lunchtime.
— YappApp (@YappAppLtd) February 8, 2025
Both Millwall and Leeds clubs released statements after the final whistle tonight in which Leeds lost 0-2 in the FA Cup 4th round.
Leeds United said;
“During today's FA Cup fourth… pic.twitter.com/bMgbCY4xzM
Millwall svaraði fljótt með eigin yfirlýsingu þar sem hegðunin var fordæmd og félagið kvaðst ætla að vinna með Leeds og lögregluyfirvöldum við að hafa uppi á stuðningsmönnunum.
Lagabreyting átti sér stað árið 2023 sem þýðir að stuðningsmennirnir eiga ekki einungis bann frá fótboltaleikjum yfir höfði sér, heldur gætu þeir einnig verið ákærðir af yfirvöldum í Bretlandi og þurft að sæta hárri sekt eða samfélagsþjónustu.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Millwall, sem er komið í sextán liða úrslit FA bikarsins.