Enski boltinn

Lög­reglan rann­sakar söngva um stunguárás

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stuðningsmenn Millwall eru þekktir fyrir að láta vel í sér heyra og gerðu það sannarlega á Elland Road í dag.
Stuðningsmenn Millwall eru þekktir fyrir að láta vel í sér heyra og gerðu það sannarlega á Elland Road í dag. George Wood/Getty Images

Í heimsókn sinni til Leeds í gær sungu sumir stuðningsmenn Millwall söngva sem gerðu grín að stunguárás sem átti sér stað fyrir tuttugu og fimm árum. Félögin vinna nú saman með lögreglu við að hafa uppi á stuðningsmönnunum og refsa þeim með viðeigandi hætti.

Leeds sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir leik þar sem sagt er að stuðningsmenn Millwall hafi sungið um stunguárás sem varð Chris Loftus og Kevin Speight, stuðningsmönnum Leeds, að bana í Istanbúl fyrir undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Galatasaray árið 2000.

Millwall svaraði fljótt með eigin yfirlýsingu þar sem hegðunin var fordæmd og félagið kvaðst ætla að vinna með Leeds og lögregluyfirvöldum við að hafa uppi á stuðningsmönnunum.

Lagabreyting átti sér stað árið 2023 sem þýðir að stuðningsmennirnir eiga ekki einungis bann frá fótboltaleikjum yfir höfði sér, heldur gætu þeir einnig verið ákærðir af yfirvöldum í Bretlandi og þurft að sæta hárri sekt eða samfélagsþjónustu.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Millwall, sem er komið í sextán liða úrslit FA bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×