Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 14:39 Haukar eru afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í kringum leik liðsins gegn ÍBV í Powerade-bikarnum. vísir/Hulda Margrét Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð HSÍ í kjölfar leiks liðsins gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta. Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér. Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér.
Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira