Heidelberg skoðar nú Húsavík Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 07:52 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður Heidelberg á Íslandi. Vísir/Einar Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi skoða nú hvort hægt er að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Talsmaður fyrirtækisins var gestur í vikunni á fundi byggðarráðs Norðurþings. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Þau segja það gert í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu. Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum. Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum.
Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29
Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53
Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent