Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 23:29 Ippei Mizuhara, fyrrum túlkur stórstjörnunnar Shohei Ohtani, gengur framhjá fjölda fjölmiðlamanna fyrir utan réttarsalinn. Getty/ Jeff Gritchen Ippei Mizuhara var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela pening af skjólstæðingi sínum. Mál Mizuhara hefur vakið mikla athygli en skjólstæðingur hans er Shohei Ohtani, besti hafnarboltamaður heims. Mizuhara var túlkur Ohtani þegar stórstjarnan kom til Bandaríkjunum frá Japan til að spila í bandarísku hafnaboltadeildinni. Ohtani treysti túlki sínum það mikið að hann hafði aðgengi að peningum leikmannsins. Mizuhara glímdi við mikla veðmálafíkn sem hann missti algjörlega stjórn á. Hann er talinn hafi stolið sautján milljónum dollara, um 2,4 milljörðum íslenskra króna, frá Ohtani til að fjármagna veðmál sín. ESPN segir frá. Shohei Ohtani's former translator, Ippei Mizuhara, has been sentenced to 57 months in prison and ordered to pay nearly $17M in restitution to Ohtani, per @SamBlum3 More here: https://t.co/X0AhTzeSJC pic.twitter.com/Mz6bgo38wj— Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2025 Hinn fertugi Mizuhara bað Ohtani innilega afsökunar í réttarsalnum. Hann þarf að sitja 57 mánuði í fangelsi og fær þrjú ár að auki skilorðsbundin. Hann þarf einnig að borga þessa sautján milljónir dollara til baka auk þess að borga skattinum 1,1 milljónir dollara. Hvernig hann fer að því er önnur saga. Mizuhara byrjar að taka út dóminn 24. mars en siðan er búist við því að honum verði vísað úr landi. Mizuhara starfaði fyrir Los Angeles Dodgers sem túlkur en félagið rak hann þegar komst upp að hann hafði fært milljónir af reikningi leikmannsins til ólöglegs veðmangara. Mizuhara stal á endanum næstum því helmingi þess sem Ohtani vann sér inn fyrir að spila í MLB deildinni. Hann viðurkenndi að hafa lagt inn um nítján þúsund veðmál og að hann hafi safnað sér meira en fjörutíu milljónum dollara í skuldir vegna þeirra. BREAKING: Ippei Mizuhara, the former interpreter for MLB star Shohei Ohtani, was sentenced to 57 months in federal prison on Thursday on charges related to stealing nearly $17 million from the Dodgers player. pic.twitter.com/y9gW71Cq06— ABC News Live (@ABCNewsLive) February 6, 2025 Hafnabolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Mál Mizuhara hefur vakið mikla athygli en skjólstæðingur hans er Shohei Ohtani, besti hafnarboltamaður heims. Mizuhara var túlkur Ohtani þegar stórstjarnan kom til Bandaríkjunum frá Japan til að spila í bandarísku hafnaboltadeildinni. Ohtani treysti túlki sínum það mikið að hann hafði aðgengi að peningum leikmannsins. Mizuhara glímdi við mikla veðmálafíkn sem hann missti algjörlega stjórn á. Hann er talinn hafi stolið sautján milljónum dollara, um 2,4 milljörðum íslenskra króna, frá Ohtani til að fjármagna veðmál sín. ESPN segir frá. Shohei Ohtani's former translator, Ippei Mizuhara, has been sentenced to 57 months in prison and ordered to pay nearly $17M in restitution to Ohtani, per @SamBlum3 More here: https://t.co/X0AhTzeSJC pic.twitter.com/Mz6bgo38wj— Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2025 Hinn fertugi Mizuhara bað Ohtani innilega afsökunar í réttarsalnum. Hann þarf að sitja 57 mánuði í fangelsi og fær þrjú ár að auki skilorðsbundin. Hann þarf einnig að borga þessa sautján milljónir dollara til baka auk þess að borga skattinum 1,1 milljónir dollara. Hvernig hann fer að því er önnur saga. Mizuhara byrjar að taka út dóminn 24. mars en siðan er búist við því að honum verði vísað úr landi. Mizuhara starfaði fyrir Los Angeles Dodgers sem túlkur en félagið rak hann þegar komst upp að hann hafði fært milljónir af reikningi leikmannsins til ólöglegs veðmangara. Mizuhara stal á endanum næstum því helmingi þess sem Ohtani vann sér inn fyrir að spila í MLB deildinni. Hann viðurkenndi að hafa lagt inn um nítján þúsund veðmál og að hann hafi safnað sér meira en fjörutíu milljónum dollara í skuldir vegna þeirra. BREAKING: Ippei Mizuhara, the former interpreter for MLB star Shohei Ohtani, was sentenced to 57 months in federal prison on Thursday on charges related to stealing nearly $17 million from the Dodgers player. pic.twitter.com/y9gW71Cq06— ABC News Live (@ABCNewsLive) February 6, 2025
Hafnabolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira