Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:09 Fjölmörg tré brotnuðu á Stöðvarfirði. Aðsend Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað.
Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21