Innlent

Taka upp þráðinn eftir há­degi

Vésteinn Örn Pétursson og Atli Ísleifsson skrifa
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari og samningsaðilar á góðri stund.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari og samningsaðilar á góðri stund. Vísir/Vilhelm

Fundur í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög er á dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá embættinu var fundað frá klukkan eitt síðdegis í gær og fram á ellefta tímann að kvöldi.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar séu á svipuðum slóðum og undanfarið, deiluaðilar séu enn ósammála um þó nokkur atriði, en mæti þó til funda og reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Verkföll hófust í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum á mánudag. Öll verkföll í leikskólum eru ótímabundin en tímabundin í grunnskólum. Fyrr í vikunni kom svo í ljós að verkföll hefjist í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla 21. febrúar hafi samningar ekki náðst.


Tengdar fréttir

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Skautað fram­hjá ýmsu í til­kynningu mennta­málaráðherra

Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×