„Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 19:09 „Mér sýnist, þegar við skoðum aðdragandann og lýsum yfir hættustigi í kjölfar rauðra viðvarana, að almannavarnakerfið fór hratt upp á tærnar og brást vel við,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Einar Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“ Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“
Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira