Innlent

Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að tilkynning hafi borist á fimmta tímanum um að flætt hafi yfir varnargarðana. Vatn hafi í kjölfarið flætt yfir þjóðveg 1 sunnan brúar yfir ánna. Vegurinn sé ófær og Vegagerðin undirbúi viðbrögð. 

„Hringvegur (1) er lokaður við Karlsstaðarvita í Berufirði þar sem vegur er farinn í sundur og Hringvegur (1) er ófær við Jökulsá í Lóni þar sem vegurinn er í sundur,“ segir á vef Vegagerðarinnar

Veistu meira um málið? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×