„Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Geðhjálp 7. febrúar 2025 12:28 Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir og fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. segja lesendum Vísis frá G-vítamínunum sínum. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Hér segja fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lesendum frá G-vítamínunum sínum. „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt,“ segir Þorsteinn. „Ég geri hluti sem ég veit að eru nærandi, svo ég nefni strax það nýjasta: Yoga Nidra klukkan fimm á föstudögum hjá Stefáni Atla í Skeifunni, stórkostlegur endir á vinnuvikunni. Svo hóflegar lyftingar og gufa í Neslauginni þar sem útiklefinn er alveg G-vítamín pakki út af fyrir sig. Ég nota hljóðbækur mikið, dásamlegt að láta lesa fyrir sig og svo það allra besta: Matur og góðir eftirréttir, það er jafnvel sterkara G-vítamín að sleppa matnum alveg og fara beint í eftirréttinn ef svo ber undir.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt,” segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala segir sín G-vítamín vera helst þessa litlu, hversdagslegu hluti í lífinu. „Það er t.d. kaffibollinn á laugardagsmorgnum með manninum mínum eða það að dunda mér lengi við að elda einhvern skemmtilegan mat og fá fjölskylduna saman við borðstofuborðið.“ Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið. Að skjótast út í göngutúr er líka vítamín sem Helga sækir í þegar hún þarf að hreinsa hugann. „En akkúrat núna, þegar ég hugsa um lífið þá er G-vítamínið í dag kannski bara þakklæti fyrir litla sem stóra sigra í eigin lífi. Þakklæti fyrir allt góða og skemmtilega fólkið sem maður umgengst í lífi og starfi. Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt. Sólin vermir og fær mann til að brosa en það gerir þakklætið líka. Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið.“ Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land. Geðheilbrigði G vítamín Heilsa Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt,“ segir Þorsteinn. „Ég geri hluti sem ég veit að eru nærandi, svo ég nefni strax það nýjasta: Yoga Nidra klukkan fimm á föstudögum hjá Stefáni Atla í Skeifunni, stórkostlegur endir á vinnuvikunni. Svo hóflegar lyftingar og gufa í Neslauginni þar sem útiklefinn er alveg G-vítamín pakki út af fyrir sig. Ég nota hljóðbækur mikið, dásamlegt að láta lesa fyrir sig og svo það allra besta: Matur og góðir eftirréttir, það er jafnvel sterkara G-vítamín að sleppa matnum alveg og fara beint í eftirréttinn ef svo ber undir.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt,” segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala segir sín G-vítamín vera helst þessa litlu, hversdagslegu hluti í lífinu. „Það er t.d. kaffibollinn á laugardagsmorgnum með manninum mínum eða það að dunda mér lengi við að elda einhvern skemmtilegan mat og fá fjölskylduna saman við borðstofuborðið.“ Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið. Að skjótast út í göngutúr er líka vítamín sem Helga sækir í þegar hún þarf að hreinsa hugann. „En akkúrat núna, þegar ég hugsa um lífið þá er G-vítamínið í dag kannski bara þakklæti fyrir litla sem stóra sigra í eigin lífi. Þakklæti fyrir allt góða og skemmtilega fólkið sem maður umgengst í lífi og starfi. Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt. Sólin vermir og fær mann til að brosa en það gerir þakklætið líka. Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið.“ Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land.
Geðheilbrigði G vítamín Heilsa Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira