Sport

Mis­tök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kenny Pickett er ekki góður leikstjórnandi. Það kemur því kannski ekki á óvart að hann eigi fyndnustu mistök ársins.
Kenny Pickett er ekki góður leikstjórnandi. Það kemur því kannski ekki á óvart að hann eigi fyndnustu mistök ársins. vísir/getty

Það eru ekki bara stórkostleg tilþrif í NFL-deildinni því menn gera einnig mjög mikið af fyndnum mistökum.

Lokahóf Lokasóknarinnar fór fram í vikunni og þar mátti sjá það helsta og besta sem gerðist á tímabilinu.

Dagskrárliðurinn „Góð tilraun, gamli“ er vikulegur og sýnir það fyndnasta sem gerðist um hverja helgi.

Strákarnir í þættinum völdu svo það besta frá árinu á lokahófinu og eins og sjá má gerðist margt mjög fyndið á tímabilinu.

Sjón er sögu ríkari í myndbandinu hér að neðan.

Klippa: Lokasóknin: Góð tilraun gamli ársins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×