Nýja hurðin sprakk upp Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 10:36 Þakplötur fuku um Siglufjörð í nótt og talsverð hætta myndaðist. Vísir Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“ Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18