Braut húsaleigulög með litavalinu Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 08:56 Kærunefnd húsamála segir að leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Getty Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Þetta er niðurstaða kærunefndar húsamála sem tók málið fyrir. Leigusalinn ákvað að fara með málið fyrir nefndina þar sem hann fór fram á greiðslu úr tryggingu vegna útlagðs kostnaðar við málun veggja eftir að leigutíma lauk. Þurfti að mála „sjúskaðan“ vegg í svefnherbergi Leigusalinn sagði leigjandann hafa með máluninni og litavalinu gert breytingar á húsnæðinu án samþykkis. Fram kemur að leigjandinn hafi óskað eftir leyfi fyrir því að mála vegg í svefnherberginu í svipuðum lit og fyrir var enda hafi veggurinn verið orðinn „sjúskaður“. Leigusalinn veitti leyfi fyrir máluninni en óskaði þess að veggurinn yrði málaður í málarahvítum lit. Leigusalinn sagðist munu endurgreiða leigjandanum efniskostnað vegna málningarvinnunnar ef svo yrði gert. Við skil á íbúðinni kom hins vegar í ljós að tveir veggir, annars vegar í stofu og hins vegar í svefnherbergi, alls um tuttugu fermetrar að stærð, höfðu verið málaðir með dökkgrárri og hrjúfri málningu sem hafi ekki verið í samræmi við samkomulag leigusalans og leigjandans. Leigusalinn fór því fram á alls rúmlega 30 þúsund krónur úr tryggingunni vegna efniskostnaðar við það að mála veggina málarahvíta. Þessu hafnaði leigjandinn og rataði málið því fyrir kærunefndina. Deilt um skilaboð Við meðferð málsins hjá kærunefndinni lagði leigjandinn fram þau skilaboð sem fóru hans og leigusalans í milli. Vildi leigjandinn meina að þau sýndu fram á að leigusalinn hefði veitt leyfi fyrir því að veggir yrðu málaðir gráir. „…ég hef tekið eftir að amk 1 veggur inni hjá fyrrum meðleigjanda er smá sjúskaður og ég vildi athuga hvort ég mætti fá leyfi til að mála veggina? (líklega svipaðan lit og er nú þegar eða ljós grár),“ sagði í skilaboðum leigjandans. Leigusalinn hafi svarað þessu þessu þremur dögum síðar: „… bara flott ef þú vilt mála vegginn, ég myndi helst kjósa að hann væri í sama lit sem er held ég „málarahvítt“ svo ef þú málar herbergið í þeim lit skal ég endurgreiða þér efniskostnað, sendu mér bara kvittun“. Leigjandinn vildi meina að með þessu að leigusalinn hefði með skilaboðunum veitt leyfi fyrir því að veggir yrði málaðir gráir en að efniskostnaður fengist ekki endurgreiddur nema ef málarahvítur yrði valinn. „Varnaraðili [leigjandinn] hafi málað þrjá af fjórum veggjum í málarahvítu og sent kvittun fyrir efniskostnaði við að mála þrjá veggi. Varnaraðili hefði aldrei málað vegg í umdeilda dökkgráa litnum hefði það verið skýrt tekið fram að óheimilt væri að mála í öðrum lit en hafi verið þar áður, eins og það sé orðað í kröfu sóknaraðila. Í kröfunni reyni hann að hagræða sannleikanum sér í hag, en ljóst sé að aldrei hafi verið sett þau skilyrði að málað yrði í sama lit og hafi verið fyrir,“ segir í úrskurðinum. Leigusalinn sagði að hann hafi „með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar.Getty Leigjandinn sakaði svo leigusalann um að hafa gefið upp verð á dýrari málningu en notuð var til að geta sótt hærri kröfu í trygginguna. Þá vildi leigjandinn sömuleiðis meina að leigusalinn hafi með þessu verið að fá sig til að greiða fyrir málun baðherbergislofts íbúðarinnar. Í úrskurðinum segir ennfremur að leigusalinn hafi fengið í óformlegt tilboð í verkið frá málara sem hljóðaði upp á 185 þúsund krónur. „Með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ hafi leigusalinn hins vegar ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar. Í andstöðu við lög og samning Í niðurstöðukafla úrskurðar kærunefndarinnar segir að ekki verði hægt að fallast á allar kröfur leigusalans. Hins vegar tekur kærunefnin undir kröfur leigusalans vegna ákvörðunar leigjandans að mála tvo veggi í íbúðinni með dökkgrárri málningu. Ekki verði af samskiptum deiluaðila séð að samþykki leigusalans lægi fyrir því að mála veggina dökkgráa. Breytingin á húsnæðinu hafi því bæði verið í andstöðu við ákvæði húsaleigulaga og leigusamning. „Fyrir liggur að sóknaraðili hefur málað vegginn á nýjan leik í ljósari lit. Krafa sóknaraðila vegna þessa liðar er að fjárhæð 20.795 kr. en hann hefur ekki lagt fram kvittun fyrir kostnaðinum. Þykir kærunefnd því rétt að ákveða bætur að álitum, sem eru hæfilega ákveðnar 10.000 kr. í þessu tilviki,“ segir í úrskurðinum. Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar húsamála sem tók málið fyrir. Leigusalinn ákvað að fara með málið fyrir nefndina þar sem hann fór fram á greiðslu úr tryggingu vegna útlagðs kostnaðar við málun veggja eftir að leigutíma lauk. Þurfti að mála „sjúskaðan“ vegg í svefnherbergi Leigusalinn sagði leigjandann hafa með máluninni og litavalinu gert breytingar á húsnæðinu án samþykkis. Fram kemur að leigjandinn hafi óskað eftir leyfi fyrir því að mála vegg í svefnherberginu í svipuðum lit og fyrir var enda hafi veggurinn verið orðinn „sjúskaður“. Leigusalinn veitti leyfi fyrir máluninni en óskaði þess að veggurinn yrði málaður í málarahvítum lit. Leigusalinn sagðist munu endurgreiða leigjandanum efniskostnað vegna málningarvinnunnar ef svo yrði gert. Við skil á íbúðinni kom hins vegar í ljós að tveir veggir, annars vegar í stofu og hins vegar í svefnherbergi, alls um tuttugu fermetrar að stærð, höfðu verið málaðir með dökkgrárri og hrjúfri málningu sem hafi ekki verið í samræmi við samkomulag leigusalans og leigjandans. Leigusalinn fór því fram á alls rúmlega 30 þúsund krónur úr tryggingunni vegna efniskostnaðar við það að mála veggina málarahvíta. Þessu hafnaði leigjandinn og rataði málið því fyrir kærunefndina. Deilt um skilaboð Við meðferð málsins hjá kærunefndinni lagði leigjandinn fram þau skilaboð sem fóru hans og leigusalans í milli. Vildi leigjandinn meina að þau sýndu fram á að leigusalinn hefði veitt leyfi fyrir því að veggir yrðu málaðir gráir. „…ég hef tekið eftir að amk 1 veggur inni hjá fyrrum meðleigjanda er smá sjúskaður og ég vildi athuga hvort ég mætti fá leyfi til að mála veggina? (líklega svipaðan lit og er nú þegar eða ljós grár),“ sagði í skilaboðum leigjandans. Leigusalinn hafi svarað þessu þessu þremur dögum síðar: „… bara flott ef þú vilt mála vegginn, ég myndi helst kjósa að hann væri í sama lit sem er held ég „málarahvítt“ svo ef þú málar herbergið í þeim lit skal ég endurgreiða þér efniskostnað, sendu mér bara kvittun“. Leigjandinn vildi meina að með þessu að leigusalinn hefði með skilaboðunum veitt leyfi fyrir því að veggir yrði málaðir gráir en að efniskostnaður fengist ekki endurgreiddur nema ef málarahvítur yrði valinn. „Varnaraðili [leigjandinn] hafi málað þrjá af fjórum veggjum í málarahvítu og sent kvittun fyrir efniskostnaði við að mála þrjá veggi. Varnaraðili hefði aldrei málað vegg í umdeilda dökkgráa litnum hefði það verið skýrt tekið fram að óheimilt væri að mála í öðrum lit en hafi verið þar áður, eins og það sé orðað í kröfu sóknaraðila. Í kröfunni reyni hann að hagræða sannleikanum sér í hag, en ljóst sé að aldrei hafi verið sett þau skilyrði að málað yrði í sama lit og hafi verið fyrir,“ segir í úrskurðinum. Leigusalinn sagði að hann hafi „með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar.Getty Leigjandinn sakaði svo leigusalann um að hafa gefið upp verð á dýrari málningu en notuð var til að geta sótt hærri kröfu í trygginguna. Þá vildi leigjandinn sömuleiðis meina að leigusalinn hafi með þessu verið að fá sig til að greiða fyrir málun baðherbergislofts íbúðarinnar. Í úrskurðinum segir ennfremur að leigusalinn hafi fengið í óformlegt tilboð í verkið frá málara sem hljóðaði upp á 185 þúsund krónur. „Með hófsemdarsjónarmið að leiðarljósi“ hafi leigusalinn hins vegar ákveðið að framkvæma verkið sjálfur og einungis gert kröfu vegna beins efniskostnaðar. Í andstöðu við lög og samning Í niðurstöðukafla úrskurðar kærunefndarinnar segir að ekki verði hægt að fallast á allar kröfur leigusalans. Hins vegar tekur kærunefnin undir kröfur leigusalans vegna ákvörðunar leigjandans að mála tvo veggi í íbúðinni með dökkgrárri málningu. Ekki verði af samskiptum deiluaðila séð að samþykki leigusalans lægi fyrir því að mála veggina dökkgráa. Breytingin á húsnæðinu hafi því bæði verið í andstöðu við ákvæði húsaleigulaga og leigusamning. „Fyrir liggur að sóknaraðili hefur málað vegginn á nýjan leik í ljósari lit. Krafa sóknaraðila vegna þessa liðar er að fjárhæð 20.795 kr. en hann hefur ekki lagt fram kvittun fyrir kostnaðinum. Þykir kærunefnd því rétt að ákveða bætur að álitum, sem eru hæfilega ákveðnar 10.000 kr. í þessu tilviki,“ segir í úrskurðinum.
Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira