Enski boltinn

Dag­ný og fé­lagar komust ekki í úr­slita­leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Chelsea konuna Wieke Kaptein í leiknum í kvöld.
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Chelsea konuna Wieke Kaptein í leiknum í kvöld. Getty/Tom Dulat

Dagný Brynjarsdóttir og félagar í West Ham spila ekki til úrslita um enska deildabikarinn í ár en það varð ljóst eftir 2-0 tap á móti Chelsea í undanúrslitaleik í kvöld.

Dagný kom inn af bekknum og spilaði síðustu átján mínútur leiksins. Staðan var þá orðin 2-0 en bæði mörk Chelsea komu í fyrri hálfleik.

Hin sænska Johanna Kaneryd kom Chelsea i 1-0 á 20. mínútu og Sjoeke Nüsken bætti við öðru marki á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Guro Reiten.

Chelsea var að komast í sjötta úrslitaleikinn í röð í þessari keppni en liðið mætir þar annað hvort Arsenal eða Manchester City. Chelsea hefur tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í enska deildabikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×