Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Kristófer Már Maronsson í málsóknarfélagi barna og formaðurfræðslunefndar Skagafjarðar, Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennari og skólastjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Ragnheiður Stephensen grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ og trúnaðamaður kennara ræddu stöðuna í kjaradeilu kennara í Pallborðinu í dag. Vísir/Vilhelm Trúnaðarmaður kennara segir vantraust ríkja hjá stéttinni og samningar hafi ekki náðst því ekki hafi verið boðið nóg. Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar eftir að ráðamenn beri ábyrgð. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag og stóð hann fram eftir degi. Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í kjaradeilu grunn- og leikskólakennara á samningafund í dag klukkan hálf tvö. Samningafundurinn stóð enn þegar fréttastofa hafði samband á sjötta tímanum og gekk vel. Rætt var um kjaradeiluna í Pallborðinu í dag þar sem Ragnheiður Stephensen trúnaðarmaður kennara og grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðaskóla fagnaði að ríkið sé tilbúið í að fara í virðismat á störfum kennara. En það hafi slitnað hafi upp úr viðræðum um helgina því ekki hafi verið boðið nóg. „Ríkisstjórnin segist vera tilbúin að leggja í peninga þannig að hægt sé að ganga frá samningum. Gerum það. En áttum okkur á að þetta eru önnur tvö ár sem er verið að tala um og þessi sex prósent aukalega sem er verið að tala um við okkur eru ekki nóg. Við vorum komin á einhvern stað um helgina. Ég bind vonir við að fólk sé ekki fara í skotgrafirnar núna. Það var boðað til fundar í dag og ég bind vonir við að fólk þar átti sig á því að við erum búin að bíða í níu ár eftir því að fari verði að samningum sem voru gerðir við okkur,“ sagði Ragnheiður í Pallborði í dag. Krefst svara Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri segir mikilvægt að almenningur fá að vita hvað fór úrskeiðis í deilunni um helgina. „Ég óska eftir að pólitíkin komi fram og segi það. Magnús og félagar töldu sig vera að fara skrifa undir kjarasamning um helgina. Það er ekki boðlegt fyrir íslenskt samfélag að fá ekki að vita hvað breyttist. Allir þeir sem eru í forustu bæði hjá launanefnd, kennara, ríkisins þurfa að hugsa sig alvarlega um. Það eru börn undir,“ sagði Jón í pallborði í dag. Segir foreldra hafa orðið fyrir aðkasti Kristófer Már Maronsson aðili í Málsóknarfélagi barna sem hefur nú óskað eftir að Landsréttur skeri úr um lögmæti verkfallsaðgerða kennara segist styðja þá í kjaradeilunni. Hann segir ekkert óeðlilegt að vera hluti af málsókninni en hann er einnig formaður fræðslunefndar Skagafjarðar. Félagsfólk í leikskólum telur hann hafa brotið siðareglur með stefnunni. „Við foreldrar óskuðum eftir því að fá svör af hverju verkföllin væru aðeins í fjórum leikskólum sem hafa nú verið bráðum í sex vikur í verkfalli. Við fengum engin svör. Við erum fyrst og fremst að hugsa um hag barnanna okkar. Okkur er það skylt samkvæmt lögum um leikskóla. Við teljum að það sé verið að brjóta lög, Þó maður leiti réttar síns af því það er verið að brjóta á manni á einum stað þá eru hagsmunirnir mismunandi. Mér fannst rökstuðningur fyrir því að ég hefði brotið siðareglur heldur þunnur. Ef það verður niðurstaðan spyr ég hvort eitthvert foreldri geti setið í skólanefnd í sínu sveitarfélagi,“ segir Kristófer. Hann segir foreldra í málsvarnarfélaginu hafa orðið fyrir aðkasti. „Aðkasti hefur ekki verið beint til mín en ég hef fengið skjáskot af því sem fólk er að skrifa um mig. Ég hef meira og minna verið í símanum og tekið við skilaboðum til að styðja mig áfram í þessari baráttu. Ég vil að fólk geti leitað til dómstóla án þess að verða fyrir áreiti í íslensku samfélagi,“ segir Kristófer. Pallborðið í heild sinni. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í kjaradeilu grunn- og leikskólakennara á samningafund í dag klukkan hálf tvö. Samningafundurinn stóð enn þegar fréttastofa hafði samband á sjötta tímanum og gekk vel. Rætt var um kjaradeiluna í Pallborðinu í dag þar sem Ragnheiður Stephensen trúnaðarmaður kennara og grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðaskóla fagnaði að ríkið sé tilbúið í að fara í virðismat á störfum kennara. En það hafi slitnað hafi upp úr viðræðum um helgina því ekki hafi verið boðið nóg. „Ríkisstjórnin segist vera tilbúin að leggja í peninga þannig að hægt sé að ganga frá samningum. Gerum það. En áttum okkur á að þetta eru önnur tvö ár sem er verið að tala um og þessi sex prósent aukalega sem er verið að tala um við okkur eru ekki nóg. Við vorum komin á einhvern stað um helgina. Ég bind vonir við að fólk sé ekki fara í skotgrafirnar núna. Það var boðað til fundar í dag og ég bind vonir við að fólk þar átti sig á því að við erum búin að bíða í níu ár eftir því að fari verði að samningum sem voru gerðir við okkur,“ sagði Ragnheiður í Pallborði í dag. Krefst svara Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri segir mikilvægt að almenningur fá að vita hvað fór úrskeiðis í deilunni um helgina. „Ég óska eftir að pólitíkin komi fram og segi það. Magnús og félagar töldu sig vera að fara skrifa undir kjarasamning um helgina. Það er ekki boðlegt fyrir íslenskt samfélag að fá ekki að vita hvað breyttist. Allir þeir sem eru í forustu bæði hjá launanefnd, kennara, ríkisins þurfa að hugsa sig alvarlega um. Það eru börn undir,“ sagði Jón í pallborði í dag. Segir foreldra hafa orðið fyrir aðkasti Kristófer Már Maronsson aðili í Málsóknarfélagi barna sem hefur nú óskað eftir að Landsréttur skeri úr um lögmæti verkfallsaðgerða kennara segist styðja þá í kjaradeilunni. Hann segir ekkert óeðlilegt að vera hluti af málsókninni en hann er einnig formaður fræðslunefndar Skagafjarðar. Félagsfólk í leikskólum telur hann hafa brotið siðareglur með stefnunni. „Við foreldrar óskuðum eftir því að fá svör af hverju verkföllin væru aðeins í fjórum leikskólum sem hafa nú verið bráðum í sex vikur í verkfalli. Við fengum engin svör. Við erum fyrst og fremst að hugsa um hag barnanna okkar. Okkur er það skylt samkvæmt lögum um leikskóla. Við teljum að það sé verið að brjóta lög, Þó maður leiti réttar síns af því það er verið að brjóta á manni á einum stað þá eru hagsmunirnir mismunandi. Mér fannst rökstuðningur fyrir því að ég hefði brotið siðareglur heldur þunnur. Ef það verður niðurstaðan spyr ég hvort eitthvert foreldri geti setið í skólanefnd í sínu sveitarfélagi,“ segir Kristófer. Hann segir foreldra í málsvarnarfélaginu hafa orðið fyrir aðkasti. „Aðkasti hefur ekki verið beint til mín en ég hef fengið skjáskot af því sem fólk er að skrifa um mig. Ég hef meira og minna verið í símanum og tekið við skilaboðum til að styðja mig áfram í þessari baráttu. Ég vil að fólk geti leitað til dómstóla án þess að verða fyrir áreiti í íslensku samfélagi,“ segir Kristófer. Pallborðið í heild sinni.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira