Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 17:31 Sumir sérfræðingar eru á því að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United hafi sett Marcus Rashford út af sporinu. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo stoppaði stutt í seinna skiptið sem hann kom til Manchester United en einn knattspyrnusérfræðingur segir að fórnarkostnaðurinn af komu hans hafi mögulega ýtt einum efnilegasta leikmanni félagsins út af sporinu. Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti