Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 21:29 Maðurinn var grunaður í málinu eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum sem sáust í öryggismyndavélum. Myndin er úr safni. Getty Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira