Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Samúel Karl Ólason, Jón Þór Stefánsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 5. febrúar 2025 13:27 Foktjón hefur orðið víða. Þessar myndir eru úr innri Njarðvík. Aftakaveður gengur yfir landið í dag. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi og er spáð hviðum upp í fimmtíu metra á sekúndu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Lægðin mætti fyrst á suðvestanvert landið upp úr hádegi og gengur nú yfir allt landið. Veðrið er byrjað að ganga niður vestast á landinu. Margar tilkynningar hafa borist um fok- og vatnstjón. Rúða brotnaði í Njarðvík. Appelsínugular og svo rauðar viðvarnir eru í gildi eða munu taka gildi um allt landið í dag. Varað er við talsverðri rigningu og mögulegu foktjóni. Eldingum sló niður á suðvesturhorninu. Ein þeirra fór í Hallgrímskirkjuturn. Vegir víða um land eru á óvissustigi og gæti þeim verið lokað með stuttum fyrirvara. Vegagerðin biður fólk um að fylgjast með aðstæðum og vera tilbúið til að breyta áætlunum sínum. Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst. Hér að neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Advania, sem sýnir Sæbrautina. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Mögulega þarf að endurhlaða síðuna, sjáist vaktin ekki.
Lægðin mætti fyrst á suðvestanvert landið upp úr hádegi og gengur nú yfir allt landið. Veðrið er byrjað að ganga niður vestast á landinu. Margar tilkynningar hafa borist um fok- og vatnstjón. Rúða brotnaði í Njarðvík. Appelsínugular og svo rauðar viðvarnir eru í gildi eða munu taka gildi um allt landið í dag. Varað er við talsverðri rigningu og mögulegu foktjóni. Eldingum sló niður á suðvesturhorninu. Ein þeirra fór í Hallgrímskirkjuturn. Vegir víða um land eru á óvissustigi og gæti þeim verið lokað með stuttum fyrirvara. Vegagerðin biður fólk um að fylgjast með aðstæðum og vera tilbúið til að breyta áætlunum sínum. Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst. Hér að neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Advania, sem sýnir Sæbrautina. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Mögulega þarf að endurhlaða síðuna, sjáist vaktin ekki.
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Almannavarnir Færð á vegum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Sjá meira