Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 10:16 Pétur Ingvarsson gerði Keflavík að bikarmeistara í fyrra. vísir/Vilhelm Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02
Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11