Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:02 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins, vorið 2023, en hefur ekki þjálfað lið síðan hann fór í veikindaleyfi í mars í fyrra. vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira