Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 18:21 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum