Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Sigríður Margrét Ágústsdóttir var hluti af teymi sem setti upp tískusýningu 66 norður á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Blaðamaður ræddi við hana um verkefnið og tískuna. Aðsend Markaðsfræðingurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir er full innblæstri eftir tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Þar tók hún meðal annars þátt í sýningu 66 norður og tók púlsinn á stefnu og straumum tískunnar. Lyftir upp löngum janúar „Þegar ég var í námi í Kaupmannahöfn frá 2017 til 2020 mætti ég reglulega á tískuvikurnar úti og naut þess mikið. Núna þegar ég lít til baka þá er þetta ein af mínum uppáhalds minningum frá þessum tíma, sérstaklega í janúar þegar lítið er um að vera,“ segir Sigríður en í dag sér hún um framleiðslu markaðsefnis og samfélagsmiðla fyrir íslensk fyrirtæki og vinnur með 66 norður, Sjöstrand og Andrá. Sigríður er mikill tískuunnandi.Aðsend Sigríður hefur mikinn áhuga á hönnun og er með BA-gráðu í vörumerkjahönnun frá Copenhagen School of Design and Technology. Auk þess lauk hún meistaraprófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. „Mér fannst tískuvikan lyfta upp þessum langa janúar mánuði. Í dag fer ég í vinnuferðir á hana og nýt mín einnig mikið,“ bætir Sigríður við. Með gæsahúð allan tímann Það sem er í uppáhaldi hjá henni á tískuvikum er menningin, fólkið og landslagið. „Dagarnir eru oft þéttir en mjög skemmtilegir. Þetta getur oft verið ótrúlega einstök upplifun en það fer auðvitað eftir sýningunum. Ein eftirminnileg sýning var árið 2019 þegar ég fór á sýningu hjá Saks Potts þar sem heil sinfónía spilaði undir meðan módelin gengu tískupallinn. Ég var með gæsahúð allan tímann.“ Sigríður naut tískuvikunnar í botn.Aðsend Í ár stóð 99 ára sýningin hjá 66°Norður stóð sérstaklega upp úr, enda ótrúlega skemmtilegt verkefni með frábæru fólki. Það er svo gaman að sjá íslenskt fyrirtæki skína í dönsku tískulandslagi,“ segir Sigríður. Það var allt að gerast fyrir uppsetningu á sýningu 66 Norður í Kaupmannahöfn. Bergur Guðnason hönnuður hjá 66 sá til þess að módelin væru klár. Sigríður Margrét Hún bætir við að það hafi verið virkilega áhugaverð reynsla að koma að því að setja upp svona sýningu. „Að vera á bak við tjöldin er allt annað en að mæta sem gestur en þetta var skemmtilegt verkefni með frábæru fólki. Það er mjög gaman að vera hluti af þessu og er mjög þakklát fyrir það.“ Góð yfirhöfn lykilatriðið Ef marka má liðna tískuviku verður einfaldleikinn í fyrirrúmi „Klassískar og tímalausar flíkur voru áberandi, stíliseraðar á einfaldan og elegant hátt. The Garment er danskt merki sem ég hef fylgst mikið með undanfarið og ég fór einmitt á sýninguna þeirra núna í janúar. Merkið einkennist af klassískum og vönduðum fatnaði og mér finnst það vera stefnan núna.“ View this post on Instagram A post shared by Sigridur Margret (@sigridurr) Aðspurð hvort eitthvað hafi komið henni í opna skjöldu á sýningunum segir Sigríður: „Það sem kemur mér alltaf mest á óvart er hversu mikla vinnu hvert merki leggur í hvert einasta smáatriði.“ En hvernig velur maður fatnað fyrir svona hátískustund? „Góð yfirhöfnin er lykilatriði hjá mér. Ég vel eina sterka flík og stílisera restina í kringum hana.“ Sigríður segir góða yfirhöfn lykilinn að skotheldu fitti.Aðsend Sigríður þarf svo ekki að sækja langt yfir skammt þegar það kemur að tískufyrirmyndinni. „Mér finnst ótrúlega gaman að skoða myndir af mömmu þegar hún var á sama aldri og ég og fá innblástur þaðan.“ Móðir Sigríðar hér mynduð árið 1970. Hún er Sigríði mikil tískufyrirmynd.Aðsend Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Lyftir upp löngum janúar „Þegar ég var í námi í Kaupmannahöfn frá 2017 til 2020 mætti ég reglulega á tískuvikurnar úti og naut þess mikið. Núna þegar ég lít til baka þá er þetta ein af mínum uppáhalds minningum frá þessum tíma, sérstaklega í janúar þegar lítið er um að vera,“ segir Sigríður en í dag sér hún um framleiðslu markaðsefnis og samfélagsmiðla fyrir íslensk fyrirtæki og vinnur með 66 norður, Sjöstrand og Andrá. Sigríður er mikill tískuunnandi.Aðsend Sigríður hefur mikinn áhuga á hönnun og er með BA-gráðu í vörumerkjahönnun frá Copenhagen School of Design and Technology. Auk þess lauk hún meistaraprófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. „Mér fannst tískuvikan lyfta upp þessum langa janúar mánuði. Í dag fer ég í vinnuferðir á hana og nýt mín einnig mikið,“ bætir Sigríður við. Með gæsahúð allan tímann Það sem er í uppáhaldi hjá henni á tískuvikum er menningin, fólkið og landslagið. „Dagarnir eru oft þéttir en mjög skemmtilegir. Þetta getur oft verið ótrúlega einstök upplifun en það fer auðvitað eftir sýningunum. Ein eftirminnileg sýning var árið 2019 þegar ég fór á sýningu hjá Saks Potts þar sem heil sinfónía spilaði undir meðan módelin gengu tískupallinn. Ég var með gæsahúð allan tímann.“ Sigríður naut tískuvikunnar í botn.Aðsend Í ár stóð 99 ára sýningin hjá 66°Norður stóð sérstaklega upp úr, enda ótrúlega skemmtilegt verkefni með frábæru fólki. Það er svo gaman að sjá íslenskt fyrirtæki skína í dönsku tískulandslagi,“ segir Sigríður. Það var allt að gerast fyrir uppsetningu á sýningu 66 Norður í Kaupmannahöfn. Bergur Guðnason hönnuður hjá 66 sá til þess að módelin væru klár. Sigríður Margrét Hún bætir við að það hafi verið virkilega áhugaverð reynsla að koma að því að setja upp svona sýningu. „Að vera á bak við tjöldin er allt annað en að mæta sem gestur en þetta var skemmtilegt verkefni með frábæru fólki. Það er mjög gaman að vera hluti af þessu og er mjög þakklát fyrir það.“ Góð yfirhöfn lykilatriðið Ef marka má liðna tískuviku verður einfaldleikinn í fyrirrúmi „Klassískar og tímalausar flíkur voru áberandi, stíliseraðar á einfaldan og elegant hátt. The Garment er danskt merki sem ég hef fylgst mikið með undanfarið og ég fór einmitt á sýninguna þeirra núna í janúar. Merkið einkennist af klassískum og vönduðum fatnaði og mér finnst það vera stefnan núna.“ View this post on Instagram A post shared by Sigridur Margret (@sigridurr) Aðspurð hvort eitthvað hafi komið henni í opna skjöldu á sýningunum segir Sigríður: „Það sem kemur mér alltaf mest á óvart er hversu mikla vinnu hvert merki leggur í hvert einasta smáatriði.“ En hvernig velur maður fatnað fyrir svona hátískustund? „Góð yfirhöfnin er lykilatriði hjá mér. Ég vel eina sterka flík og stílisera restina í kringum hana.“ Sigríður segir góða yfirhöfn lykilinn að skotheldu fitti.Aðsend Sigríður þarf svo ekki að sækja langt yfir skammt þegar það kemur að tískufyrirmyndinni. „Mér finnst ótrúlega gaman að skoða myndir af mömmu þegar hún var á sama aldri og ég og fá innblástur þaðan.“ Móðir Sigríðar hér mynduð árið 1970. Hún er Sigríði mikil tískufyrirmynd.Aðsend
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira