Tekur Pavel við Keflavík? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 13:31 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til Íslandsmeistaratitils á þarsíðustu leiktíð. vísir/Diego Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina. Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira