Björgólfur Guðmundsson er látinn Hólmfríður Gísladóttir og Atli Ísleifsson skrifa 4. febrúar 2025 06:48 Björgólfur Guðmundsson. Vísir/Vilhelm Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, er látinn. Hann lést á sunnudaginn 2. febrúar 2025 á 85. aldursári. Frá þessu er greint í tilkynningu frá aðstandendum. Björgólfur var einn umsvifamesti viðskiptamaður landsins á árunum fyrir bankahrunið og fjárfesti meðal annars í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Í tilkynningunni kemur fram að Björgólfur hafi fæðst 2. janúar 1941, sonur hjónanna Kristínar Davísdóttur, húsmóður, og Guðmundar Ólafssonar, bílstjóra. „Björgólfur ólst upp á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur í hópi fimm systkina. Hann stundaði íþróttir með KR og gekk í Melaskólann, Gagnfræðaskólann við Hringbraut og síðan Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent 1962. Hjónin Björgólfur Guðmundson og Þóra Hallgrímsson árið 2008.Getty Björgólfur stofnaði iðnfyrirtækið Dósagerðin hf. árið 1962 og var hann forstjóri þess til 1977 þegar hann var ráðinn forstjóri Hafskips hf. Gengdi hann því starfi ásamt stjórnarformennsku í ýmsum dótturfyrirtækjum félagsins erlendis til ársins 1986. Á árunum fram til 1991 starfaði hann einkum í Danmörku sem ráðgjafi í skiparekstri og sem forstjóri í eigin félagi Icestar. Hann var ráðinn forstjóri Gosan í Reykjavík 1991 og síðar Viking Brewery en félögin voru í eigu Pharmaco. 1995 gerist hann stjórnarmaður í Bravo Ltd. í Pétursborg í Rússlandi sem hann stofnaði m.a. í félagi við son sinn Björgólf Thor. Ásamt rekstri eigin fjárfestingarfélags Hansa hf. sinnti Björgólfur upp frá þeim tíma nær einvörðungu stjórnarsetu í fjölmörgum fyrirtækjum þar á meðal Bravo International, Pharmaco og Primex á Íslandi og Balkanpharma Ltd í Búlgariu. Hann stofnaði árið 2002 fyrirtækið Ólafsfell hf. sem sinnti útgáfumálum og varð síðar leiðandi fjárfestir í útgáfufélögunum Eddu og Árvakri,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Björgólfur og Björgólfur Thor auðguðust mikið á rekstri Bravo í Rússlandi, sérstaklega eftir kaup Heineken á félaginu. Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson fjárfestir keyptu svo um helmingshlut í Landsbankanum árið 2003 þegar bankinn var einkavæddur og tók Björgólfur þá við formennsku í bankaráði bankans og gegndi stöðunni allt fram að hruni bankans. Björgólfur óskaði árið 2009 eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta. Eggert Magnusson, þáverandi stjórnarformaður West Ham, og Björgólfur Guðmundsson í stúkunni á Upton Park, þáverandi heimavelli West Ham, í London árið 2006.Getty Keypti West Ham og var formaður KR Í tilkynningunni segir ennfremur að Björgólfur hafi verið formaður stjórnar Portusar hf. sem hannaði og hóf byggingu tónlistarhússins Hörpu. Hann hafi sömuleiðis verið aðaleigandi og formaður knattspyrnufélagsins West Ham í Lundúnum í Bretlandi 2006 til 2009 og verið heiðursforseti félagsins til dauðadags. „Björgólfur sinnti alla tíð félags- og samfélagsmálum af miklum áhuga. Hann gegndi á yngri árum margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var um tíma formaður Varðar. Hann var einn stofnanda SÁÁ og var formaður þeirra samtaka um árabil. Hann var einnig formaður knattspyrnudeildar KR á árunum 1998 til 2002. Þá var hann aðalræðismaður Búlgaríu á Íslandi um árabil. Björgólfur lét víða til sín taka á sínum ferli með margvíslegum stuðningi við velferðar-, mennta- og menningarmál m.a. með stofnun og rekstri Minningarsjóðs um Margréti dóttur sína. Honum var veitt árið 2005 fálkorðan fyrir framlag sitt til viðskipta og menningarmála. Björgólfur gekk að eiga Þóru Hallgrímsson (28. janúar 1930 – 27. ágúst 2020) þann 14. júní 1963. Áttu þau saman fimm börn, Örn Friðrik Clausen (látinn), Hallgrím Björgólfsson, Margrét Björgólfsdóttur (látin), Bentínu Björgólfsdóttur og Björgólf Thor Björgólfsson. Barnabörn Þóru og Björgólfs eru ellefu og barnabarnabörn sömuleiðis ellefu,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Andlát Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Reykjavík Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur Guðmunds í Ástríðunni: „Það er erfitt að vera KR-ingur“ Í Pepsimörkunum í gærkvöldi fór Ástríðan á KR-völlinn í Frostaskjólinu og ræddi Stefán Árni Pálsson við stuðningsmenn KR og ÍBV fyrir og eftir leik. 28. ágúst 2018 14:30 Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. 31. júlí 2009 16:28 Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. 7. maí 2008 19:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá aðstandendum. Björgólfur var einn umsvifamesti viðskiptamaður landsins á árunum fyrir bankahrunið og fjárfesti meðal annars í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Í tilkynningunni kemur fram að Björgólfur hafi fæðst 2. janúar 1941, sonur hjónanna Kristínar Davísdóttur, húsmóður, og Guðmundar Ólafssonar, bílstjóra. „Björgólfur ólst upp á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur í hópi fimm systkina. Hann stundaði íþróttir með KR og gekk í Melaskólann, Gagnfræðaskólann við Hringbraut og síðan Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent 1962. Hjónin Björgólfur Guðmundson og Þóra Hallgrímsson árið 2008.Getty Björgólfur stofnaði iðnfyrirtækið Dósagerðin hf. árið 1962 og var hann forstjóri þess til 1977 þegar hann var ráðinn forstjóri Hafskips hf. Gengdi hann því starfi ásamt stjórnarformennsku í ýmsum dótturfyrirtækjum félagsins erlendis til ársins 1986. Á árunum fram til 1991 starfaði hann einkum í Danmörku sem ráðgjafi í skiparekstri og sem forstjóri í eigin félagi Icestar. Hann var ráðinn forstjóri Gosan í Reykjavík 1991 og síðar Viking Brewery en félögin voru í eigu Pharmaco. 1995 gerist hann stjórnarmaður í Bravo Ltd. í Pétursborg í Rússlandi sem hann stofnaði m.a. í félagi við son sinn Björgólf Thor. Ásamt rekstri eigin fjárfestingarfélags Hansa hf. sinnti Björgólfur upp frá þeim tíma nær einvörðungu stjórnarsetu í fjölmörgum fyrirtækjum þar á meðal Bravo International, Pharmaco og Primex á Íslandi og Balkanpharma Ltd í Búlgariu. Hann stofnaði árið 2002 fyrirtækið Ólafsfell hf. sem sinnti útgáfumálum og varð síðar leiðandi fjárfestir í útgáfufélögunum Eddu og Árvakri,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Björgólfur og Björgólfur Thor auðguðust mikið á rekstri Bravo í Rússlandi, sérstaklega eftir kaup Heineken á félaginu. Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson fjárfestir keyptu svo um helmingshlut í Landsbankanum árið 2003 þegar bankinn var einkavæddur og tók Björgólfur þá við formennsku í bankaráði bankans og gegndi stöðunni allt fram að hruni bankans. Björgólfur óskaði árið 2009 eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta. Eggert Magnusson, þáverandi stjórnarformaður West Ham, og Björgólfur Guðmundsson í stúkunni á Upton Park, þáverandi heimavelli West Ham, í London árið 2006.Getty Keypti West Ham og var formaður KR Í tilkynningunni segir ennfremur að Björgólfur hafi verið formaður stjórnar Portusar hf. sem hannaði og hóf byggingu tónlistarhússins Hörpu. Hann hafi sömuleiðis verið aðaleigandi og formaður knattspyrnufélagsins West Ham í Lundúnum í Bretlandi 2006 til 2009 og verið heiðursforseti félagsins til dauðadags. „Björgólfur sinnti alla tíð félags- og samfélagsmálum af miklum áhuga. Hann gegndi á yngri árum margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var um tíma formaður Varðar. Hann var einn stofnanda SÁÁ og var formaður þeirra samtaka um árabil. Hann var einnig formaður knattspyrnudeildar KR á árunum 1998 til 2002. Þá var hann aðalræðismaður Búlgaríu á Íslandi um árabil. Björgólfur lét víða til sín taka á sínum ferli með margvíslegum stuðningi við velferðar-, mennta- og menningarmál m.a. með stofnun og rekstri Minningarsjóðs um Margréti dóttur sína. Honum var veitt árið 2005 fálkorðan fyrir framlag sitt til viðskipta og menningarmála. Björgólfur gekk að eiga Þóru Hallgrímsson (28. janúar 1930 – 27. ágúst 2020) þann 14. júní 1963. Áttu þau saman fimm börn, Örn Friðrik Clausen (látinn), Hallgrím Björgólfsson, Margrét Björgólfsdóttur (látin), Bentínu Björgólfsdóttur og Björgólf Thor Björgólfsson. Barnabörn Þóru og Björgólfs eru ellefu og barnabarnabörn sömuleiðis ellefu,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum.
Andlát Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Reykjavík Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur Guðmunds í Ástríðunni: „Það er erfitt að vera KR-ingur“ Í Pepsimörkunum í gærkvöldi fór Ástríðan á KR-völlinn í Frostaskjólinu og ræddi Stefán Árni Pálsson við stuðningsmenn KR og ÍBV fyrir og eftir leik. 28. ágúst 2018 14:30 Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. 31. júlí 2009 16:28 Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. 7. maí 2008 19:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Björgólfur Guðmunds í Ástríðunni: „Það er erfitt að vera KR-ingur“ Í Pepsimörkunum í gærkvöldi fór Ástríðan á KR-völlinn í Frostaskjólinu og ræddi Stefán Árni Pálsson við stuðningsmenn KR og ÍBV fyrir og eftir leik. 28. ágúst 2018 14:30
Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. 31. júlí 2009 16:28
Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. 7. maí 2008 19:52