Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar 3. febrúar 2025 11:33 Framfarirnar hefjast fyrir utan þægindarammann. Ef þú ert sammála þessari fullyrðingu ættir þú ekki að hafa áhyggjur af börnunum þínum, vinum eða vinnufélögum sem eru að verða fyrir tímabundnum óþægindum vegna þess að þau eru að læra eitthvað nýtt. Í starfi mínu sem fyrirtækjaráðgjafi í mannauðsmálum mæti ég stundum þeirri skoðun stjórnenda að best sé að setja símenntun í hendur hvers og eins starfsmanns frekar en að ýta einhverjum í aðstæður sem viðkomandi hefur sjálfur ekki óskað eftir. Þessi hugsun er falleg að því leiti að auðvitað ætti fólk að vilja vaxa án þess að einhver annar ýti við því. Vandinn byrjar þegar fólk vill ekki vaxa. Þá þarf leiðtoginn í fyrirtækinu eða stofnuninni að taka ákvörðun um hvort að í boði sé að staðna. Ef viðkomandi fyrirtæki er á markaði þar sem lítið er að gerast, samkeppnin lítil, litlar sem engar tæknibreytingar og afkoman góð, gæti tímabundin stöðnun mögulega átt rétt á sér. En ef fyrirtækið er á samkeppnismarkaði má gera ráð fyrir að miklar breytingar séu í umhverfinu og stöðnun sé ekki góður kostur. Leiðtogar hjálpa öðrum að vaxa. Þeir sætta sig ekki við stöðnun heldur taka þátt í að þróa umhverfi sitt, nýta tæknibreytingar og varða veginn fram á við. Þegar kemur að starfsþróun spyrja leiðtogar ekki hvort þú ætlir að þróast heldur hvernig þú viljir þróast. Vöxtur er góður, þó hann geti verið krefjandi í stutta stund. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Framfarirnar hefjast fyrir utan þægindarammann. Ef þú ert sammála þessari fullyrðingu ættir þú ekki að hafa áhyggjur af börnunum þínum, vinum eða vinnufélögum sem eru að verða fyrir tímabundnum óþægindum vegna þess að þau eru að læra eitthvað nýtt. Í starfi mínu sem fyrirtækjaráðgjafi í mannauðsmálum mæti ég stundum þeirri skoðun stjórnenda að best sé að setja símenntun í hendur hvers og eins starfsmanns frekar en að ýta einhverjum í aðstæður sem viðkomandi hefur sjálfur ekki óskað eftir. Þessi hugsun er falleg að því leiti að auðvitað ætti fólk að vilja vaxa án þess að einhver annar ýti við því. Vandinn byrjar þegar fólk vill ekki vaxa. Þá þarf leiðtoginn í fyrirtækinu eða stofnuninni að taka ákvörðun um hvort að í boði sé að staðna. Ef viðkomandi fyrirtæki er á markaði þar sem lítið er að gerast, samkeppnin lítil, litlar sem engar tæknibreytingar og afkoman góð, gæti tímabundin stöðnun mögulega átt rétt á sér. En ef fyrirtækið er á samkeppnismarkaði má gera ráð fyrir að miklar breytingar séu í umhverfinu og stöðnun sé ekki góður kostur. Leiðtogar hjálpa öðrum að vaxa. Þeir sætta sig ekki við stöðnun heldur taka þátt í að þróa umhverfi sitt, nýta tæknibreytingar og varða veginn fram á við. Þegar kemur að starfsþróun spyrja leiðtogar ekki hvort þú ætlir að þróast heldur hvernig þú viljir þróast. Vöxtur er góður, þó hann geti verið krefjandi í stutta stund. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar