Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Íþróttadeild Vísis skrifar 3. febrúar 2025 10:22 Það verður ekki annað sagt en Aston Villa hafi „unnið“ þennan félagaskiptaglugga ásamt Manchester City. Aston Villa Félagaskiptaglugginn í evrópskum fótbolta er nú lokaður. Enn gætu þó félagaskipti dottið í gegn svo lengi sem félög skiluðu réttum pappírum á réttum tíma. Sem stendur má þó segja að Aston Villa og Manchester City hafi „unnið“ gluggann með þeim leikmönnum sem liðin sóttu. Ensku úrvalsdeildarfélögin höfðu fyrir daginn í dag varið samtals tæplega 250 milljónum punda í leikmenn og þó flest öll helstu skipti dagsins hafi verið lán þá bættu Englandsmeistarar Man City nokkrum tugum milljónum punda við. Aston Villa Donyell Malen kom frá Borussia Dortmund fyrr í glugganum og um helgna var gengið frá lánsamningi við Marcus Rashford. Villa hefur einnig forkaupsrétt á framherjanum í sumar. Ofan á það þá gekk hinn 29 ára gamli Marco Asensio í raðir Villa á láni frá franska stórliðinu París Saint-Germain. Aston Villa is delighted to announce the loan signing of three-time Champions League winner Marco Asensio from Paris Saint-Germain. pic.twitter.com/D1fALCklqf— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 3, 2025 Asensio gekk í raðir PSG eftir nærri áratug hjá Real Madríd þar sem hann spilaði sinn þátt í sigurgöngu liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls hefur hann orðið Evrópumeistari þrívegis og Spánarmeistari jafnoft. Manchester City Manchester City hafði verið duglegt til þessa í glugganum og sótt þrjá leikmenn. Miðverðirnir Vitor Reis og Abdukodir Khusanov voru mættir ásamt Omar Marmoush. Enn vantaði þó miðjumann til að fylla skarð Rodri sem er meiddur. Lengi vel leit ekki út fyrir að það myndi ganga en í þann mund sem glugginn var að lokast var tilkynnt að félagið hefð náð að koma kaupunum á spænska miðjumanninn Nico González í gegn. Sá spilar fyrir Porto í Portúgal og kostar um 50 milljónir punda eða svo. Welcome, Nico! 🩵 pic.twitter.com/dvHbM9XIXE— Manchester City (@ManCity) February 3, 2025 Tottenham Hotspur Hinn 19 ára gamli Mathys Tel gekk á endanum í raðir Tottenham Hotspur. Hann kemur á láni frá Bayern München. Mismunandi upplýsingar eru á kreiki um hversu mikið Tottenham borgar til að fá framherjann lánaðan en talið er að Manchester United hafi dregið til hlés því Bayern vildi fá í kringum fimm milljónir evra fyrir. David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Tottenham geti keypt Tel á 55 milljónir evra í sumar. 🚨 Tottenham Hotspur reach total agreement to sign Mathys Tel from Bayern Munich. Deal for 19yo #FCBayern attacker loan until summer + #THFC option to buy at €55m on 6yr contract. Medical complete & France youth int’l poised to sign shortly @TheAthleticFC https://t.co/gixXKbvszW— David Ornstein (@David_Ornstein) February 3, 2025 Tenging við Ísland Rob Holding, nýjasti tengdasonur Íslands, hefur samið við Sheffield United sem leikur í ensku B-deildinni. Hann var á mála hjá Crystal Palace en fékk enga sénsa þar. Hann er nú mættur í Stálborgina og á að hjálpa Sheffield upp í deild þeirra bestu. Hann kemur á láni út leiktíðina. Hér að neðan má sjá Gluggavakt Vísis en henni er nú lokið.
Ensku úrvalsdeildarfélögin höfðu fyrir daginn í dag varið samtals tæplega 250 milljónum punda í leikmenn og þó flest öll helstu skipti dagsins hafi verið lán þá bættu Englandsmeistarar Man City nokkrum tugum milljónum punda við. Aston Villa Donyell Malen kom frá Borussia Dortmund fyrr í glugganum og um helgna var gengið frá lánsamningi við Marcus Rashford. Villa hefur einnig forkaupsrétt á framherjanum í sumar. Ofan á það þá gekk hinn 29 ára gamli Marco Asensio í raðir Villa á láni frá franska stórliðinu París Saint-Germain. Aston Villa is delighted to announce the loan signing of three-time Champions League winner Marco Asensio from Paris Saint-Germain. pic.twitter.com/D1fALCklqf— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 3, 2025 Asensio gekk í raðir PSG eftir nærri áratug hjá Real Madríd þar sem hann spilaði sinn þátt í sigurgöngu liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls hefur hann orðið Evrópumeistari þrívegis og Spánarmeistari jafnoft. Manchester City Manchester City hafði verið duglegt til þessa í glugganum og sótt þrjá leikmenn. Miðverðirnir Vitor Reis og Abdukodir Khusanov voru mættir ásamt Omar Marmoush. Enn vantaði þó miðjumann til að fylla skarð Rodri sem er meiddur. Lengi vel leit ekki út fyrir að það myndi ganga en í þann mund sem glugginn var að lokast var tilkynnt að félagið hefð náð að koma kaupunum á spænska miðjumanninn Nico González í gegn. Sá spilar fyrir Porto í Portúgal og kostar um 50 milljónir punda eða svo. Welcome, Nico! 🩵 pic.twitter.com/dvHbM9XIXE— Manchester City (@ManCity) February 3, 2025 Tottenham Hotspur Hinn 19 ára gamli Mathys Tel gekk á endanum í raðir Tottenham Hotspur. Hann kemur á láni frá Bayern München. Mismunandi upplýsingar eru á kreiki um hversu mikið Tottenham borgar til að fá framherjann lánaðan en talið er að Manchester United hafi dregið til hlés því Bayern vildi fá í kringum fimm milljónir evra fyrir. David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Tottenham geti keypt Tel á 55 milljónir evra í sumar. 🚨 Tottenham Hotspur reach total agreement to sign Mathys Tel from Bayern Munich. Deal for 19yo #FCBayern attacker loan until summer + #THFC option to buy at €55m on 6yr contract. Medical complete & France youth int’l poised to sign shortly @TheAthleticFC https://t.co/gixXKbvszW— David Ornstein (@David_Ornstein) February 3, 2025 Tenging við Ísland Rob Holding, nýjasti tengdasonur Íslands, hefur samið við Sheffield United sem leikur í ensku B-deildinni. Hann var á mála hjá Crystal Palace en fékk enga sénsa þar. Hann er nú mættur í Stálborgina og á að hjálpa Sheffield upp í deild þeirra bestu. Hann kemur á láni út leiktíðina. Hér að neðan má sjá Gluggavakt Vísis en henni er nú lokið.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. 3. febrúar 2025 21:15 Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Sænska efstu deildarliðið Norrköping neitaði tilboði enska C-deildarliðsins Burton Albion í Arnór Ingva Traustason, miðjumann liðsins. Jón Daði Böðvarsson er að gera gott mót hjá Burton sem er að hluta til í eigu Íslendinga. 3. febrúar 2025 20:31 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. 3. febrúar 2025 21:15
Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Sænska efstu deildarliðið Norrköping neitaði tilboði enska C-deildarliðsins Burton Albion í Arnór Ingva Traustason, miðjumann liðsins. Jón Daði Böðvarsson er að gera gott mót hjá Burton sem er að hluta til í eigu Íslendinga. 3. febrúar 2025 20:31