Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 08:00 Myles Lewis-Skelly í hugleiðslustellingunni sem Erling Haaland hefur svo oft notað til að fagna. Getty/Catherine Ivill „Hver í fjandanum ert þú?“ spurði Erling Haaland og beindi orðum sínum að Myles Lewis-Skelly, í september. Arsenal-maðurinn ungi hafði alls ekki gleymt spurningunni þegar hann fagnaði marki sínu gegn Haaland og félögum í gær. Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira