Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 08:00 Myles Lewis-Skelly í hugleiðslustellingunni sem Erling Haaland hefur svo oft notað til að fagna. Getty/Catherine Ivill „Hver í fjandanum ert þú?“ spurði Erling Haaland og beindi orðum sínum að Myles Lewis-Skelly, í september. Arsenal-maðurinn ungi hafði alls ekki gleymt spurningunni þegar hann fagnaði marki sínu gegn Haaland og félögum í gær. Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira
Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Sjá meira