Fótbolti

Skaga­menn kaupa Hauk frá Lille

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukur Andri Haraldsson er orðinn leikmaður ÍA.
Haukur Andri Haraldsson er orðinn leikmaður ÍA. Vísir/Viktor Freyr

ÍA hefur keypt Hauk Andra Haraldsson frá franska úrvalsdeildarfélaginu Lille.

Haukur, sem er uppalinn hjá ÍA, gekk til liðs við Lille árið 2023. Hann lék með unglingaliði félagsins áður en hann var lánaður aftur til ÍA síðasta sumar.

Haukur skrifaði undir nýjan samning við Lille síðasta sumar, en hefur nú ákveðið að snúa alfarið aftur í heimahagana. Hann lék 11 leiki fyrir ÍA síðasta sumar og hjálpaði Skagamönnum að enda í efri hluta deildarinnar.

Haukur skrifar undir þriggja ára samning við ÍA, en bróðir hans, Hákon Arnar Haraldsson, er enn leikmaður Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×