Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 21:02 Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingar á réttindagæslu fatlaðs fólks og framkvæmd þeirra en breytingarnar tóku gildi um áramótin. Vísir Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent