Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 21:02 Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingar á réttindagæslu fatlaðs fólks og framkvæmd þeirra en breytingarnar tóku gildi um áramótin. Vísir Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira