Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 13:05 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg en fundurinn fór fram á Selfossi í gær. Lopapeysuna fékk hann í jólagjöf frá konunni sinni, sem hún prjónaði á manninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira